Esvatíní

Esvatíní: Leysa þarf fyrrum þingmenn úr haldi

Bacede Mabuza og Mthandeni Dube, fyrrum þing­menn og baráttu­menn fyrir lýðræði, eru samviskufangar í Esvatíní. Þeir voru hand­teknir 25. júlí 2021 fyrir að tjá sig um kúgun ríkis­valdsins og kalla eftir úrbótum á stjórn­ar­skránni. Þeir hlutu 85 ára og 58 ára dóm á grund­velli kúgandi laga gegn hryðju­verkum og uppreisn­ar­áróðri.

Ósann­gjörn rétt­ar­höld

Þeirra eini „glæpur“ var að kalla eftir því með frið­sam­legum hætti að rétt­indi fólks væru virt. Rétt­ar­höldin yfir þeim voru ósann­gjörn og táknræn fyrir hvernig yfir­völd í Esvatíní þagga niður gagn­rýni með því að misbeita lögum og dóms­kerfinu.

Fang­elsis­vist þeirra er ekki aðeins skrum­skæling á rétt­ar­kerfinu heldur hefur hún einnig hroll­vekj­andi áhrif á verndun mann­rétt­inda í landinu, þar á meðal tján­ing­ar­frels­isins.

Samviskufangi

Skil­greining Amnesty Internati­onal á samviskufanga er einstak­lingur sem er fang­els­aður eingöngu vegna póli­tískra, trúar­legra eða annarra skoðana út frá sinni samvisku, uppruna, kyns, litar­hafts, tungu­máls, félags­legs eða efna­hags­legs bakgrunns, kynhneigðar, kynvit­undar eða kyntján­ingar eða annarrar stöðu án þess að hafa beitt ofbeldi eða hvatt til ofbeldis eða haturs í þeim kring­um­stæðum sem leiddu til varð­haldsvist­ar­innar.

Hvaða áhrif getur þú haft?

Með því að skrifa undir þetta ákall sendir þú skýr skilaboð um að kúgun fær ekki að líðast. Þín undir­skrift eykur þrýsting á yfir­völd í Esvatíní.

Skrifaðu undir og krefstu þess að Bacede Mabuza og Mthandeni Dube verði skil­yrð­is­laust leystir úr haldi án tafar.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.