Bacede Mabuza og Mthandeni Dube, fyrrum þingmenn og baráttumenn fyrir lýðræði, eru samviskufangar í Esvatíní. Þeir voru handteknir 25. júlí 2021 fyrir að tjá sig um kúgun ríkisvaldsins og kalla eftir úrbótum á stjórnarskránni. Þeir hlutu 85 ára og 58 ára dóm á grundvelli kúgandi laga gegn hryðjuverkum og uppreisnaráróðri.
Ósanngjörn réttarhöld
Þeirra eini „glæpur“ var að kalla eftir því með friðsamlegum hætti að réttindi fólks væru virt. Réttarhöldin yfir þeim voru ósanngjörn og táknræn fyrir hvernig yfirvöld í Esvatíní þagga niður gagnrýni með því að misbeita lögum og dómskerfinu.
Fangelsisvist þeirra er ekki aðeins skrumskæling á réttarkerfinu heldur hefur hún einnig hrollvekjandi áhrif á verndun mannréttinda í landinu, þar á meðal tjáningarfrelsisins.
Samviskufangi
Skilgreining Amnesty International á samviskufanga er einstaklingur sem er fangelsaður eingöngu vegna pólitískra, trúarlegra eða annarra skoðana út frá sinni samvisku, uppruna, kyns, litarhafts, tungumáls, félagslegs eða efnahagslegs bakgrunns, kynhneigðar, kynvitundar eða kyntjáningar eða annarrar stöðu án þess að hafa beitt ofbeldi eða hvatt til ofbeldis eða haturs í þeim kringumstæðum sem leiddu til varðhaldsvistarinnar.
Hvaða áhrif getur þú haft?
Með því að skrifa undir þetta ákall sendir þú skýr skilaboð um að kúgun fær ekki að líðast. Þín undirskrift eykur þrýsting á yfirvöld í Esvatíní.
Skrifaðu undir og krefstu þess að Bacede Mabuza og Mthandeni Dube verði skilyrðislaust leystir úr haldi án tafar.