Búlgaría

Fjölskyldur Rómafólks bornar út og hús rifin niður

Að morgni 15. apríl óku þungar vinnu­vélar í fylgd lögreglu inn í hverfið Zaharna Fabrika í Sófíu, höfuð­borg Búlgaríu, og rifu niður fjölda heimila þar sem Róma­fjöl­skyldur höfðu búið kynslóðum saman. Nær 200 mann­eskjur urðu heim­il­is­lausar, þar með talin börn, eldri borg­arar, barns­haf­andi konur og fatlað fólk.

Niðurrif heimila var fram­kvæmd án raun­veru­legs samráðs við íbúana þar sem önnur úrræði en útburður og endur­bú­seta voru ekki könnuð.

Ákvörð­unin brýtur í bága við úrskurð Evrópska mann­rétt­inda­dóm­stólsins fjórum dögum fyrr þar sem búlgörskum yfir­völdum var fyrir­skipað að fresta brott­flutn­ing­unum og veita íbúunum upplýs­ingar um önnur húsnæð­isúr­ræði.

Amnesty Internati­onal telur að þessar aðgerðir yfir­valda teljist sem þving­aðir brott­flutn­ingar þar sem þess var ekki gætt að íbúar yrðu ekki heim­il­is­lausir. Það er brot á alþjóð­legum mann­rétt­inda­skuld­bind­ingum Búlgaríu.

Skrifaðu undir ákall þar sem krafist er að búlgörsk yfir­völd veiti Róma­fjöl­skyld­unum sem urðu fyrir útburð­inum viðun­andi húsnæði, heil­brigð­is­þjón­ustu og félags­að­stoð.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.