Að morgni 15. apríl óku þungar vinnuvélar í fylgd lögreglu inn í hverfið Zaharna Fabrika í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, og rifu niður fjölda heimila þar sem Rómafjölskyldur höfðu búið kynslóðum saman. Nær 200 manneskjur urðu heimilislausar, þar með talin börn, eldri borgarar, barnshafandi konur og fatlað fólk.
Niðurrif heimila var framkvæmd án raunverulegs samráðs við íbúana þar sem önnur úrræði en útburður og endurbúseta voru ekki könnuð.
Ákvörðunin brýtur í bága við úrskurð Evrópska mannréttindadómstólsins fjórum dögum fyrr þar sem búlgörskum yfirvöldum var fyrirskipað að fresta brottflutningunum og veita íbúunum upplýsingar um önnur húsnæðisúrræði.
Amnesty International telur að þessar aðgerðir yfirvalda teljist sem þvingaðir brottflutningar þar sem þess var ekki gætt að íbúar yrðu ekki heimilislausir. Það er brot á alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum Búlgaríu.
Skrifaðu undir ákall þar sem krafist er að búlgörsk yfirvöld veiti Rómafjölskyldunum sem urðu fyrir útburðinum viðunandi húsnæði, heilbrigðisþjónustu og félagsaðstoð.