Hivda Selen, Sinem Çelebi og Doğan Nur voru handtekin að geðþótta sama dag og gleðigangan fór fram í Istanbúl í Tyrklandi. Þau eru aðgerðasinnar sem hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 30. júní á grundvelli tilhæfulausra ákæra fyrir það eitt að nýta sér rétt sinn til friðsamlegrar samkomu. Réttarhöld yfir þeim hefjast 8. ágúst.
Bann við gleðigöngu
Þetta mál er lýsandi fyrir aukna glæpavæðingu hinsegin kyntjáningar og friðsamlegrar samkomu í Tyrklandi. Frá árinu 2015 hafa tyrknesk yfirvöld kerfisbundið hindrað gleðigönguna með ólögmætum hætti. Gleðigangan og hinsegin viðburðir hafa verið bannaðir sem er brot á tjáningar- og fundafrelsinu.
Handtökur og gæsluvarðhald
Fjöldi fólks var handtekinn í gleðigöngunni í Istanbúl sem fór fram 29. júní á þessu ári. Hivda Selen, Sinem Çelebi og Doğan Nur voru aftur á móti ekki í gleðigöngunni þegar þau voru handtekin heldur voru þau staðsett á þremur ólíkum stöðum í borginni. Við handtöku voru þau spurð um þátttöku í gleðigöngunni. Hivda Selen, Sinem Çelebi og Doğan Nur eru þau einu sem sæta gæsluvarðhaldi en öll hin sem voru handtekin í gleðigöngunni voru leyst úr haldi degi síðar.
Gríptu til aðgerða
Skrifaðu undir og krefstu þess að Hivda Selen, Sinem Çelebi og Doğan Nur verði leyst úr haldi og allar ákærur á hendur þeim og öðrum sem eru ákærð fyrir að nýta rétt sinn til friðsamlegrar samkomu verði felldar niður.