Tyrkland

Handtökur í tengslum við gleðigöngu í Istanbúl

Hivda Selen, Sinem Çelebi og Doğan Nur voru hand­tekin að geðþótta sama dag og gleði­gangan fór fram í Istanbúl í Tyrklandi. Þau eru aðgerða­sinnar sem hafa sætt gæslu­varð­haldi frá 30. júní á grund­velli tilhæfu­lausra ákæra fyrir það eitt að nýta sér rétt sinn til frið­sam­legrar samkomu. Rétt­ar­höld yfir þeim hefjast 8. ágúst.

Bann við gleði­göngu

Þetta mál er lýsandi fyrir aukna glæpa­væð­ingu hinsegin kyntján­ingar og frið­sam­legrar samkomu í Tyrklandi. Frá árinu 2015 hafa tyrk­nesk yfir­völd kerf­is­bundið hindrað gleði­gönguna með ólög­mætum hætti. Gleði­gangan og hinsegin viðburðir hafa verið bann­aðir sem er brot á tján­ingar- og funda­frelsinu.

Hand­tökur og gæslu­varð­hald

Fjöldi fólks var hand­tekinn í gleði­göng­unni í Istanbúl sem fór fram 29. júní á þessu ári. Hivda Selen, Sinem Çelebi og Doğan Nur voru aftur á móti ekki í gleði­göng­unni þegar þau voru hand­tekin heldur voru þau stað­sett á þremur ólíkum stöðum í borg­inni. Við hand­töku voru þau spurð um þátt­töku í gleði­göng­unni. Hivda Selen, Sinem Çelebi og Doğan Nur eru þau einu sem sæta gæslu­varð­haldi en öll hin sem voru hand­tekin í gleði­göng­unni voru leyst úr haldi degi síðar.

Gríptu til aðgerða

Skrifaðu undir og krefstu þess að Hivda Selen, Sinem Çelebi og Doğan Nur verði leyst úr haldi og allar ákærur á hendur þeim og öðrum sem eru ákærð fyrir að nýta rétt sinn til frið­sam­legrar samkomu verði felldar niður.

 

Uppfærsla:  Doğan Nur er laus úr haldi en Hivda Selen og Sinem Çelebi eru í haldi. Þau eru öll enn ákærð ásamt 50 öðrum einstak­lingum sem voru einnig hand­teknir.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.