Sádi-Arabía

Hjálparstarfsmaður dæmdur í 20 ára fangelsi vegna háðsádeilu

Abdulra­hman al-Sadhan, 41 árs starfs­maður Rauða hálf­mánans (syst­ur­félag Rauða krossins), var hand­tekinn af yfir­völdum á vinnu­stað sínum í Sádi-Arabíu þann 12. mars 2018. Í næstum tvö ár var hann í engu sambandi við fjöl­skyldu sína en í febrúar 2020 fékk hann loks að hringja í hana og gat látið vita í hvaða fang­elsi hann væri. Hann sagði að hann hefði sætt pynd­ingum fyrstu mánuðina í leyni­legu fang­elsi. Hann var meðal annars barinn, látinn hanga úr lofti, settur í einangrun og honum gefið raflost. Heilsu og líðan hans hrakaði veru­lega í kjöl­farið.  

Hann var dæmdur af sérstaka saka­mála­dóm­stólnum í Riyad þann 5. apríl 2021 í 20 ára fang­elsi og 20 ára ferða­bann að lokinni afplánun. Hann var meðal annars ákærður fyrir „að undirbúa, geyma og senda út efni sem er skað­væn­legt fyrir alls­herj­ar­reglu og trúarleg gildi“ vegna háðs­ádeilu á Twitter (nú X) þar sem yfir­völd voru gagn­rýnd á reikn­ingi sem ákæru­valdið sakaði hann um að stjórna. Ákærur á hendur honum byggðust einnig á þving­aðri „játn­ingu“ hans.  

Dómur var kveðinn upp í lokuðum dómssal án viðurvist lögfræð­ings eða föður hans sem hafði aðstoðað við vörn hans. Í október 2021 stað­festi áfrýj­un­ar­dóm­stóll Sádi-Arabíu sakfell­inguna og dóminn í sýnd­ar­rétt­ar­höldum þar sem honum var aftur neitað um lögfræðing.  

Hann fær ekki að vera í sambandi við fjöl­skyldu sína. 

Skrifaðu undir og krefstu þess að Abdulra­hman al-Sadhan verði skil­yrð­is­laust leystur úr haldi án tafar þar sem hann er í haldi fyrir það eitt að tjá sig frið­sam­lega.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.