Moujib al-Mikhlafi er sérfræðingur í menntamálum og leiðbeinandi á vegum menntamálaráðuneytis Jemen. Hann hafði starfað þar í 24 ár allt þar til byltingarstjórn Hútí-fylkingarinnar færði hann í geðþóttavarðhald 10. október 2023.
Starf Moujib fólst í að fræða kennara og skólastarfsfólk um réttindi barna, friðarstarf, úrlausnir átaka og friðsamleg samskipti.
Eftir handtöku hans sætti hann þvinguðu mannshvarfi í 21 dag og var í varðhaldi án samskipta við umheiminn í rúman mánuð. Hann var í varðhaldi öryggis- og leyniþjónustu Hútí-fylkingarinnar og er þar enn í dag.
Hann sætir geðþóttavarðhaldi og fær ekki lögfræðilega aðstoð. Heilsu hans hrakar stöðugt og fjölskylda hans hefur áhyggjur af heilsu hans þar sem hann hefur áður glímt við sykursýki og of háan blóðþrýsting.
Skrifaðu undir ákall um að leysa Moujib al-Mikhlafi tafarlaust úr haldi.