Aserbaísjan

Leysið fjölmiðlafólk og aðgerðasinna úr haldi

Í rúman áratug hafa yfir­völd í Aser­baísjan skert borg­ara­legt rými. Félaga­samtök hafa verið lögð niður af geðþótta­ástæðum. Aðgerða­sinnar sem hafa barist fyrir umhverf­is­málum og samfé­lags­legum úrbótum, ásamt fjöl­miðla­fólki hafa verið hand­tekin eða þvinguð í útlegð.

Eftir að ljóst varð, á síðasta ári, að Aser­baísjan yrði gest­gjafi fyrir COP29 hafa þögg­un­ar­að­gerðir stjórn­valda gegn gagn­rýn­is­röddum aukist, með auknum hand­tökum og varð­haldi af geðþótta­ástæðum ásamt málsóknum gegn fjölda aðgerða­sinna og fjöl­miðla­fólks.

Anar Mammadli er mikil­virkur mann­rétt­indasinni og tals­maður fyrir lofts­lagsmál, hefur kallað eftir meiri aðkomu borg­ara­legs samfé­lags á COP29. Hann var hand­tekinn 29. apríl 2024 og settur í gæslu­varð­hald. Hann þarf að svara fyrir falskar ákærur um að flytja fjár­muni ólög­lega inn í landið. Ef sakfelldur á hann yfir höfði sér átta ára fang­els­isdóm.

Gubad Ibadoghlu er aðgerðasinni gegn spill­ingu og fræði­maður sem situr í gæslu­varð­haldi vegna falskra ákæra. Varða­hald hans er skýr refsi­að­gerð vegna skoðana hans og samfé­lags­starfs.

Fölskum ákærum hefur verið beitt gegn fjölda sjálf­stæðs fjöl­miðla­fólks. Nokkur þeirra eru Ulvi Hasanli, Svinj Vagifgyzy og Nargiz Absalamova, sem hafa þar á meðal fjallað um mótmæli gegn aðgerða­leysi í lofts­lags­málum. Þau eru enn í gæslu­varð­haldi og eiga á hættu að sæta pynd­ingum og ómann­úð­legri meðferð, sem er þekkt misbeiting á rétt­ar­kerfinu til að þagga niður í gagn­rýn­endum stjórn­valda.

Starf sjálf­stæðra fjöl­miðla á borð við Abzas, Kanal 13, Toplum TV ásamt öðrum hefur laskast við hand­tökur og póli­tískt drifnar ákærur gegn lykil­starfs­fólki miðl­anna.

Þátt­taka aðgerða­sinna og borg­ara­legra félaga­sam­taka, ásamt fjöl­miðla­frelsi, er mikil­vægt til að tryggja inngild­andi og gagn­legar samræður á COP29. Aðförin að borg­ara­legu rými í Aser­baísjan hefur í för með sér að mikil­vægar raddir muni vanta eða þær verði þagg­aðar niður og rétt­læti í lofts­lags­málum mun ekki ná fram að ganga.

Aser­baísjan verður að hætta að þagga niður gagn­rýni. Skrifaðu undir og sýndu samstöðu með þeim sem hafa hlotið refs­ingu fyrir að draga stjórn­völd sín til ábyrgðar.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.