Aleksandra (Sasha) Skochilenko er tónlistar- og listakona frá Sankti Pétursborg í Rússlandi.
Aleksöndru misbauð innrásin í Úkraínu og greip til aðgerða hinn 31. mars 2022. Hún skipti út verðmiðum í stórmarkaði í Sankti Pétursborg og setti í staðinn upplýsingar um innrásina í Úkraínu m.a. um árás Rússlands á listaskóla í Maríupol. Lögregla handtók Aleksöndru snemma morguns hinn 11. apríl 2022. Hún var ákærð á grundvelli ritskoðunarlaga um hernað sem tóku gildi viku eftir innrás Rússlands í Úkraínu, nánar tiltekið fyrir miðlun „falskra upplýsinga um beitingu herafla Rússlands“.
Aleksandra hlaut sjö ára dóm hinn 16. nóvember 2023. Henni er haldið við skelfilegar aðstæður.
Hún er hjartveik, með glútenóþol og hefur neyðst til að svelta sig að mestu þar sem hún fær ekki þann glútenlausa mat sem hún þarfnast, heilsu sinnar vegna. Heilsu hennar hrakar ört.
Skrifaðu undir ákallið og kallaðu eftir því að Rússland afnemi ritskoðunarlögin og leysi Aleksöndru skilyrðislaust úr haldi án tafar. Auk þess er krafist að Rússland leysi öll þau úr haldi sem hafa verið sett í fangelsi fyrir það eitt að hafa tjáð andstöðu sína á stríðinu í Úkraínu.