Rússland

Listakona afplánar sjö ára dóm á fanganýlendu fyrir mótmæli

Aleks­andra (Sasha) Skochi­lenko er tónlistar- og lista­kona frá Sankti Péturs­borg í Rússlandi.

Alek­söndru misbauð innrásin í Úkraínu og greip til aðgerða hinn 31. mars 2022. Hún skipti út verð­miðum í stór­markaði í Sankti Péturs­borg og setti í staðinn upplýs­ingar um innrásina í Úkraínu m.a. um árás Rúss­lands á lista­skóla í Maríupol. Lögregla handtók Alek­söndru snemma morguns hinn 11. apríl 2022. Hún var ákærð á grund­velli ritskoð­un­ar­laga um hernað sem tóku gildi viku eftir innrás Rúss­lands í Úkraínu, nánar tiltekið fyrir miðlun „falskra upplýs­inga um beit­ingu herafla Rúss­lands“.

Aleks­andra hlaut sjö ára dóm hinn 16. nóvember 2023. Henni er haldið við skelfi­legar aðstæður.

Hún er hjartveik, með glút­en­óþol og hefur neyðst til að svelta sig að mestu þar sem hún fær ekki þann glút­en­lausa mat sem hún þarfnast, heilsu sinnar vegna. Heilsu hennar hrakar ört.

Skrifaðu undir ákallið og kallaðu eftir því að Rúss­land afnemi ritskoð­un­ar­lögin og leysi Alek­söndru skil­yrð­is­laust úr haldi án tafar. Auk þess er krafist að Rúss­land leysi öll þau úr haldi sem hafa verið sett í fang­elsi fyrir það eitt að hafa tjáð andstöðu sína á stríðinu í Úkraínu.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Hætta er á fleiri aftökum í tengslum við mótmæli

Að minnsta kosti tíu einstaklingar í Íran eiga yfir höfði sér aftöku í kjölfar dauðadóma í tengslum við mótmæli sem kennd voru við slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Skrifaðu undir ákall um að írönsk stjórn­völd ógildi dauðadóma yfir friðsama mótmælendur og leysi úr haldi þá mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með frið­sam­legum hætti.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.