Rússland

Listakona afplánar sjö ára dóm á fanganýlendu fyrir mótmæli

Aleks­andra (Sasha) Skochi­lenko er tónlistar- og lista­kona frá Sankti Péturs­borg í Rússlandi.

Alek­söndru misbauð innrásin í Úkraínu og greip til aðgerða hinn 31. mars 2022. Hún skipti út verð­miðum í stór­markaði í Sankti Péturs­borg og setti í staðinn upplýs­ingar um innrásina í Úkraínu m.a. um árás Rúss­lands á lista­skóla í Maríupol. Lögregla handtók Alek­söndru snemma morguns hinn 11. apríl 2022. Hún var ákærð á grund­velli ritskoð­un­ar­laga um hernað sem tóku gildi viku eftir innrás Rúss­lands í Úkraínu, nánar tiltekið fyrir miðlun „falskra upplýs­inga um beit­ingu herafla Rúss­lands“.

Aleks­andra hlaut sjö ára dóm hinn 16. nóvember 2023. Henni er haldið við skelfi­legar aðstæður.

Hún er hjartveik, með glút­en­óþol og hefur neyðst til að svelta sig að mestu þar sem hún fær ekki þann glút­en­lausa mat sem hún þarfnast, heilsu sinnar vegna. Heilsu hennar hrakar ört.

Skrifaðu undir ákallið og kallaðu eftir því að Rúss­land afnemi ritskoð­un­ar­lögin og leysi Alek­söndru skil­yrð­is­laust úr haldi án tafar. Auk þess er krafist að Rúss­land leysi öll þau úr haldi sem hafa verið sett í fang­elsi fyrir það eitt að hafa tjáð andstöðu sína á stríðinu í Úkraínu.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.