Yfir 41 þúsund hafa verið drepin á Gaza frá 7. október og eru nær 70% þeirra konur og börn. Sjúkrahús, sjúkrabílar, skólar, bænastaðir og flóttamannabúðir hafa orðið fyrir sprengjuárásum.
Hundruðir almennra borgara í Líbanon létust í handahófskenndum árásum ísraelska hersins og hættan á svæðisbundnum hernaðaðrátökum fer stigmagnandi.
Bandaríkin halda þó áfram vopnaflutningi að verðmæti milljarða dollara til ísraelskra yfirvalda, þrátt fyrir sannanir þess efnis að vopnin séu notuð til að fremja stríðsglæpi.
Rannsókn Amnesty International á vettvangi hefur leitt í ljós að vopn framleidd í Bandaríkjunum hafa verið notuð í ólögmætum árásum þar sem palestínskir borgarar hafa verið drepnir.
Skrifaðu undir ákall til forseta Bandaríkjanna um að bjarga mannslífum með því að stöðva vopnaflutninga til ísraelskra yfirvalda og kalla eftir tafarlausu og varanlegu vopnahléi.