Bandaríkin

Stöðva þarf vopnaflutninga til Ísraels

Yfir 41 þúsund hafa verið drepin á Gaza frá 7. október og eru nær 70% þeirra konur og börn. Sjúkrahús, sjúkra­bílar, skólar, bænastaðir og flótta­manna­búðir hafa orðið fyrir sprengju­árásum. 

Hundruðir almennra borgara í Líbanon létust í handa­hófs­kenndum árásum ísra­elska hersins og hættan á svæð­is­bundnum hernað­aðr­á­tökum fer stig­magn­andi. 

Banda­ríkin halda þó áfram vopna­flutn­ingi að verð­mæti millj­arða dollara til ísra­elskra yfir­valda, þrátt fyrir sann­anir þess efnis að vopnin séu notuð til að fremja stríðs­glæpi. 

Rann­sókn Amnesty Internati­onal á vett­vangi hefur leitt í ljós að vopn fram­leidd í Banda­ríkj­unum hafa verið notuð í ólög­mætum árásum þar sem palestínskir borg­arar hafa verið drepnir. 

Skrifaðu undir ákall til forseta Banda­ríkj­anna um að bjarga manns­lífum með því að stöðva vopna­flutn­inga til ísra­elskra yfir­valda og kalla eftir tafar­lausu og varan­legu vopna­hléi. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.