Tansanía

Tansanía: Stöðvið þvingaða brottflutninga Masai-hirðingjasamfélagsins

Hætta er á þving­uðum brott­flutn­ingum Masai-hirð­ingja­sam­félagsins til að greiða leið fyrir ferða­þjón­ustu á svæðinu. Um 70.000 einstak­lingar eru í hættu í kjölfar þess að liðsafli lögreglu og hers kom í bæinn Loli­ondo í norð­ur­hluta Tans­aníu þar sem Masai-fólkið býr. Liðsaflinn kom á svæðið þann 7. júní í þeim tilgangi að taka land af Masai-fólkinu samkvæmt áætlun yfir­valda. Mótmæli hófust tveimur dögum síðar. Yfirvöld beittu tára­gasi og skot­vopnum gegn mótmæl­endum. 25 einstak­lingar voru hand­teknir og rang­lega ákærðir fyrir samsæri um morð á lögreglu­full­trúa.  

Yfir­völd hafa ítrekað gert tilraunir til að taka yfir beiti­land Masai-hirð­ingja­sam­fé­lagsins í Lolindo. Áður hafa íbúar fjög­urra þorpa sætt þving­uðum brott­flutn­ingum af landi sínu. Austur-afríski dómstóllinn skipaði stjórn­völdum að stöðva þvingaða brott­flutn­inga Masai-samfé­lagsins þar til búið væri að fara yfir mál þess en von er á niður­stöðum í sept­ember.  

Skrifaðu undir og krefstu þess að yfir­völd stöðvi þvingaða brott­flutn­inga í Lolilondo og fresti land­töku frá Masai-samfé­laginu. Einnig verða þau að leysa alla mótmæl­end­urna 25 úr haldi. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.