Ísrael

Þvingaðir brottflutningar fjölskyldu í Austur-Jerúsalem

Saleh Diab og stór­fjöl­skylda hans, alls 23 einstak­lingar og þar af nokkur börn, eiga á hættu að sæta ólög­mætum flutn­ingum frá Austur-Jerúsalem. Fjöl­skyldan hefur staðið í laga­legri baráttu við land­töku­fólk í áratugi. 

Þetta eru þving­aðir brott­flutn­ingar sem eru leiddir af land­töku­hópnum Nachalat Shimon og eru hluti af víðtæku eign­ar­námi í Sheikh Jarrah-hverfinu í Austur-Jerúsalem. Hópurinn beitir fyrir sig lögum frá 1970 sem veita ísra­elskum gyðingum leyfi til að taka land sem þeir eru sagðir hafa átt í Austur-Jerúsalem fyrir árið 1948 en það sama gildir ekki fyrir Palestínubúa sem hafa misst land sitt. 

Áreitni og ofbeldi

Frá því að Ísrael hernumdi og innlimaði Austur-Jerúsalem árið 1967 hefur það innleitt aðgerðir gagn­gert til að fækka Palestínu­búum í borg­inni og stækka ólögmæt land­töku­svæði, þar á meðal eign­arnám lands, ógilding dval­ar­leyfa og þving­aðir brott­flutn­ingar. Saleh Diab og fjöl­skylda hafa einnig verið áreitt og beitt ofbeldi af hálfu land­töku­fólks fyrir baráttu sína til verndar heimili sínu.  

Síðasta úrræðið

Í maí á þessu ári veitti hæstiréttur Ísraels fjöl­skyld­unni leyfi til að áfrýja ákvörð­un­inni sem er síðasta úrræði þeirra gegn brott­flutn­ing­unum.  

Skrifaðu undir og krefstu þess að ísra­elsk yfir­völd stöðvi þessa þvinguðu brott­flutn­inga fjöl­skyldu Saleh Diab og alla aðra þvingaða brott­flutn­inga Palestínubúa í Austur-Jerúsalem.

Verði af brott­flutn­ing­unum er það brot á alþjóða­lögum þar sem um er að ræða ólög­mæta flutn­inga sem tengjast víðtækum og kerf­is­bundnum árásum á óbreytta borgara.

Að auki er þess krafist að ísra­elsk yfir­völd veiti fjöl­skyld­unni vernd gegn áreitni og ofbeldi land­töku­fólks.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ísrael

Þvingaðir brottflutningar fjölskyldu í Austur-Jerúsalem

Saleh Diab og stórfjölskylda hans, alls 23 einstaklingar og þar af nokkur börn, eiga á hættu að sæta ólögmætum flutningum frá Austur-Jerúsalem. Fjölskyldan hefur staðið í lagalegri baráttu við landtökufólk í áratugi. Þetta eru þvingaðir brottflutningar sem eru leiddir af landtökuhópnum Nachalat Shimon og eru hluti af víðtæku eignarnámi í Sheikh Jarrah-hverfinu í Austur-Jerúsalem.

Georgía

Réttlæti fyrir mótmælendur í Georgíu

Mótmæli í Georgíu hófust 29. nóvember 2024 og standa enn yfir. Almenningur mótmælir kúgandi lögum og ákvörðun stjórnvalda um að gera hlé á ferli um inngöngu í Evrópusambandið. Yfirvöld hafa bælt niður mótmælin með ofbeldisfullum hætti. Hundruð einstaklinga eru sagðir hafa sætt pyndingum og illri meðferð. Alþjóðasamfélagið þarf að sýna samstöðu með mótmælendum í Georgíu og vernda réttinn til að mótmæla.

Hong Kong

Lýðræðissinni í fangelsi fyrir friðsamleg mótmæli

Owen Chow Ka-shing er ungur aðgerðasinni sem hefur beitt sér fyrir lýðræði í Hong Kong. Hann var virkur þátttakandi í mótmælahreyfingu sem kennd var við regnhlífar árið 2014 og í mótmælum gegn frumvarpi um framsal frá Hong Kong til Kína árið 2019. Chow er í fangelsi fyrir að nýta tjáningar- og fundafrelsið með friðsamlegum hætti. Hann afplánar nú 12 ára og 10 mánaða dóm.

Bandaríkin

Í fangelsi í El Salvador vegna ólögmætrar brottvísunar

Andry José Hernández Romero er samkynhneigður förðunarmeistari sem flúði Venesúela þar sem hann óttaðist um líf sitt vegna kynheigðar sinnar og pólitískra skoðana. Hann sótti um alþjóðlega vernd í Bandaríkjunum árið 2024.  

Búlgaría

Fjölskyldur Rómafólks bornar út og hús rifin niður

Fjölskyldur Rómafólks voru bornar út og hús þeirra rifin niður. Nær 200 manneskjur urðu heimilislausar, þar með talin börn, eldri borgarar, barnshafandi konur og fatlað fólk. Skrifaðu undir ákall þar sem krafist er að búlgörsk yfirvöld veiti Rómafjölskyldunum sem urðu fyrir útburðinum viðunandi húsnæði, heilbrigðisþjónustu og félagsaðstoð.

Fílabeinsströndin

Upplýsingafulltrúi stéttarfélags fær tveggja ára fangelsisdóm

Hettuklæddir menn handtóku Ghislain Duggary Assy, upplýsingafulltrúa stéttarfélags kennara, í kjölfar þess að bandalag stéttarfélaga kennara blés til verkfalls á Fílabeinsströndinni. Ghislain fékk tveggja ára fangelsisdóm. Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafarlaust og án skilyrða.

Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.