Enes Hocaoğulları er 23 ára mannréttindafrömuður og hinsegin aðgerðasinni. Hann var færður í gæsluvarðhald að geðþótta þann 5. ágúst eftir handtöku á flugvellinum í Ankara í Tyrklandi við komuna til landsins vegna ræðu sem hann hélt hjá Evrópuráðinu. Hann var ákærður 8. ágúst fyrir að „dreifa blekkjandi upplýsingum opinberlega“ og „ýta undir hatur og óvild á meðal almennings“. Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.
Tilhæfulausar ákærur
Ákærur á hendur Enes Hocaoğulları eru tilhæfulausar og byggjast á stuttri ræðu hans á 48. fundi Evrópuráðsins þann 27. mars 2025. Hann sótti fundinn sem ungmennafulltrúi Tyrklands og í ræðu sinni minntist hann á þau mannréttindabrot sem áttu sér stað í mótmælunum gegn handtöku Ekrem İmamoğlu, borgarstjóra Istanbúl í Tyrklandi, vikunni áður.
Mannréttindabrot á mótmælum
Amnesty International og önnur mannréttindasamtök hafa skráð mannréttindabrot á mótmælunum í mars, þar á meðal óhóflega valdbeitingu lögreglu, ólögmæta beitingu skaðaminni vopna gegn friðsamlegum mótmælendum og hótanir um kynferðisofbeldi í varðhaldi.
Brotið á tjáningarfrelsinu
Ræðan sem Enes hélt nýtur verndar samkvæmt tyrkneskum lögum, alþjóðalögum og þeim alþjóðasamningum sem Tyrkland er aðili að. Enes er í haldi fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsi sitt með friðsamlegum hætti þar sem hann vakti athygli á mannréttindabrotum.
Gríptu til aðgerða
Skrifaðu undir og krefstu þess að Enes Hocaoğulları verði skilyrðislaust leystur úr haldi án tafar.