Íran

Yfirvofandi aftökur

Behrouz Ehsani, 69 ára, og Mehdi Hassani, 48 ára, eiga á hættu að verða teknir af lífi eftir að hæstiréttur hafnaði beiðni um að endur­skoðun á máls­með­ferð í máli þeirra. Þeir voru dæmdir til dauða í sept­ember 2024 eftir afar ósann­gjörn rétt­ar­höld sem stóðu yfir í aðeins fimm mínútur og var litið fram hjá ásök­unum þeirra um pynd­ingar og aðra illa meðferð til að þvinga fram „játn­ingu“.

Frá árinu 2022, í kjölfar uppreisn­ar­innar „Konur, Líf, Frelsi“, hafa írönsk yfir­völd í auknum mæli beitt dauðarefs­ing­unni til að vekja ótta meðal Írana og herða tökin á völdum. Árið 2023 tóku írönsk yfir­völd að minnsta kosti 853 einstak­linga af lífi, sem er 48% aukning frá árinu 2022. Líklegt er að raun­veru­legur fjöldi aftaka sé mun hærri þar sem írönsk yfir­völd veita ekki opin­beran aðgang að upplýs­ingum um aftökur.

„Aftaka á hverjum degi“

Í bréfi frá Behrouz, sem hann skrifaði eftir að hann hlaut dóm,hvetur hann alþjóða­sam­fé­lagið til að mótmæla og kalla eftir því að yfir­völd í Íran bindi enda á víðtæka beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar.

„Ég hvet [alla] til að mótmæla aftökum í Íran í dag, því á morgun verður það of seint. Eftir 22 mánaða óvissu hafa yfir­völd nú kveðið upp dauðadóm yfir mér án nokk­urra sannana. Við búumst ekki við öðru af þessu­kerfi byggt á aftökum… Auk póli­tískra fanga eru venju­legir fangar teknir af lífi á hverjum degi… “ Behrouz Ehsani

Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að írönsk yfir­völd:

  • Ógildi dauða­dóma yfir Behrouz Ehsani og Mehdi Hassani og leysi þá úr haldi án tafar.
  • Veiti þeim aðgang að fjöl­skyldum sínum og lögfræð­ingum fram að lausn þeirra.
  • Rann­saki ásak­anir þeirra um pynd­ingar og sæki gerendur til saka í sann­gjörnum rétt­ar­höldum án þess að beita dauðarefs­ingu.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.