Góðar fréttir

22. mars 2019

Árangur Bréf til bjargar lífi 2018

Árangur hefur náðst í tveimur málum herferðar okkar Bréf til bjargar lífi 2018. Annars vegar hafa orðið fram­farir í máli frá Bras­ilíu og hins vegar í máli frá Úkraínu.

Fram­fara­skref í rann­sókn á morði Marielle Franco

Lögreglan í Bras­ilíu hefur hand­tekið tvo karl­menn í Ríó De Janeiro fyrir morðið á mann­rétt­inda­fröm­uð­inum Marielle Franco og bílstjóra hennar Anderson Gomes þann 14. mars 2018.

„Nú er liðið um ár síðan Marielle Franco var myrt í grimmi­legri árás sem hafði alvarleg áhrif á þau samfélög sem hún barðist fyrir. Morðið á Marielle var augljóst tilræði til að þagga niður í hugrakkri baráttu­konu fyrir mann­rétt­indum sem hafði helgað líf sitt baráttu fyrir málstað kvenna, hinsegin fólks og ungs svarts fólks í fátækra­hverfum Ríó,“ segir Erika Guevara-Rosas fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal Amer­íku­svæð­isins.

+ Lesa meira

Lestu einnig