Góðar fréttir

26. janúar 2022

Atena Daemi laus úr haldi!

Baráttu­konan Atena Daemi er laus úr haldi! Mál hennar var partur af herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi 2018.

Atena Daemi var ötul í barátt­unni gegn dauðarefs­ing­unni í Íran. Hún skrifaði stöðu­færslur á Face­book og Twitter þar sem hún gagn­rýndi aftökur í landinu. Hún dreifði bæklingum og tók þátt í frið­sam­legum mótmælum gegn aftöku á ungri konu. Því miður krefjast aðgerðir sem þessar mikils hugrekkis í Íran.

Hún var dæmd í sjö ára fang­elsi og aðgerðir hennar voru notaðar gegn henni sem sönn­un­ar­gögn fyrir glæp­sam­legu athæfi. Rétt­ar­höld í máli hennar voru farsi þar sem þau tóku aðeins fimmtán mínútur og var hún sakfelld fyrir upplognar sakir. Þeirra á meðal var það „að leggja á ráðin um að fremja glæp gegn þjóðarör­yggi“.

Hún sat í fang­elsi í fimm ár.

Lestu einnig