Fréttir

14. desember 2021

Banda­ríkin/Bret­land: Skrum­skæling á rétt­læti í máli Assange

Dómstóll í Bretlandi samþykkti beiðni Banda­ríkj­anna um framsal á Julian Assange sem byggist á ákærum vegna birt­ingar á leyni­legum skjölum á Wiki­leaks. Birting efnis í almanna­þágu er undir­staða fjöl­miðla­frelsis þar sem almenn­ingur hefur rétt á upplýs­ingum um misgjörðir stjórn­valda. Þessi réttur er einnig vernd­aður í alþjóða­mann­rétt­inda­lögum.

„Þetta er skrumskræling á rétt­læti. Dómstóllinn valdi að taka mark á diplóma­tísku loforði Banda­ríkj­anna um að Assange verði ekki settur í einangr­un­ar­vist í örygg­is­fang­elsi. Þessi loforð eru einskis virði þar sem Banda­ríkin hafa leyfi til að skipta um skoðun hvenær sem er.“

Nils Muižnieks, fram­kvæmda­stjóri Evrópu­deildar Amnesty Internati­onal.

Verði Julian Assange fram­seldur til Banda­ríkj­anna stendur hann ekki aðeins frammi fyrir ákærum á grund­velli njósna­laga heldur á hann á hættu að verða fyrir alvar­legum mann­rétt­inda­brotum þar sem aðstæður í fang­elsi gætu talist til pynd­inga og annarrar illrar meðferðar.

„Þessar ákærur stjórn­valda Banda­ríkj­anna eru alvarleg ógn við fjöl­miðla­frelsi, jafnt í Banda­ríkj­unum sem og annars staðar. Verði þær stað­festar af dómstólum grefur það undan störfum fjöl­miðla­fólks sem rann­saka og afhjúpa misgjörðir stjórn­valda og verður til þess að fjöl­miðla­fólk þarf ávallt að hafa varann á sér.“

Nils Muižnieks, fram­kvæmda­stjóri Evrópu­deildar Amnesty Internati­onal.

Lestu einnig