SMS

29. október 2025

Banda­ríkin: Hættið að herja á erlenda nemendur vegna mótmæla

Frá því að Mahmoud Khalil var hand­tekinn að geðþótta þann 8. mars 2025 fyrir þátt­töku í mótmæl­unum við Columbia-háskólann hafa yfir­völd herjað á a.m.k. níu aðra nemendur fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið og funda­frelsi frið­sam­lega.

Þúsundir vega­bréfs­áritana hafa verið aftur­kall­aðar án rétt­læt­ingar.

Banda­rísk yfir­völd misnota innflytj­enda­lög­gjöf með því að aftur­kalla vega­bréfs­árit­anir eða dval­ar­leyfi og vísa úr landi fólki fyrir að mótmæla áfram­hald­andi hópmorði á Gaza.  

SMS-félagar krefjast þess að banda­rísk yfir­völd hætti hefndarað­gerðum eða órétt­mætri aftur­köllun vega­bréfs­áritana og dval­ar­leyfa nemenda og virði rétt þeirra til tján­ing­ar­frelsis, funda­frelsis, rétt­látrar máls­með­ferðar og frelsis frá mismunun. 

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig