Góðar fréttir
25. júní 2025Dómari í Bandaríkjunum fyrirskipaði að leysa Mahmoud Khalil úr haldi gegn tryggingu en hann var þrjá mánuði í ólögmætu haldi. Hann er palestínskur aðgerðasinni með ótímabundið dvalarleyfi í Bandaríkjunum og lauk nýlega námi við Columbia-háskólann.
Mahmoud Khalil var handtekinn af innflytjendayfirvöldum fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á mótmælum í háskólanum til stuðnings réttindum Palestínubúa og gegn hópmorði á Gaza.
„Mahmoud Khalil hefur nú loks fengið frelsi sitt á ný til að snúa aftur heim þar sem hann fær að faðma konu sína og halda á barni sínu. Varðhald hans var ekki aðeins ónauðsynlegt heldur einnig táknrænt fyrir víðtækar aðgerðir ríkisstjórnar Trumps til að bæla niður samstöðu með palestínsku fólki og beita stjórnkerfinu gegn innflytjendum. Ráðist var að Mahmoud fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar og friðsamlegra fundahalda. Þessi réttindi verða Bandaríkin og heimurinn að virða án undantekninga.“
Ana Piquer, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu Amnesty International í Ameríku.
Amnesty International hefur miklar áhyggjur af aukinni beitingu varðhalds, ógnunar, brottvísunar og ósanngjarnrar málsmeðferðar í þeim tilgangi að þagga niður í mótmælum og afvegaleiða almenna umræðu í Bandaríkjunum.
„Þetta snýst ekki aðeins um einn nemenda heldur um aukna valdboðsstefnu í stjórnarfari ríkisstjórnar Trumps sem grefur undan mannréttindum. Við hvetjum bandarísk stjórnvöld til að enda pólitíska atlögu sína gegn nemendum og einstaklingum á grundvelli skoðana þeirra og virða tjáningarfrelsið þeirra.“
Ana Piquer, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu Amnesty International í Ameríku.
Á Íslandi söfnuðust 1498 undirskriftir þar sem kallað var eftir lausn hans. Við þökkum öllum kærlega fyrir stuðninginn!
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu