Góðar fréttir

25. júní 2025

Banda­ríkin: Mahmoud Khalil laus úr haldi

Dómari í Banda­ríkj­unum fyrir­skipaði að leysa Mahmoud Khalil úr haldi gegn trygg­ingu en hann var þrjá mánuði í ólög­mætu haldi. Hann er palestínskur aðgerðasinni með ótíma­bundið dval­ar­leyfi í Banda­ríkj­unum og lauk nýlega námi við Columbia-háskólann.

Mahmoud Khalil var hand­tekinn af innflytj­enda­yf­ir­völdum fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar á mótmælum í háskól­anum til stuðn­ings rétt­indum Palestínubúa og gegn hópmorði á Gaza.  

„Mahmoud Khalil hefur nú loks fengið frelsi sitt á ný til að snúa aftur heim þar sem hann fær að faðma konu sína og halda á barni sínu. Varð­hald hans var ekki aðeins ónauð­syn­legt heldur einnig tákn­rænt fyrir víðtækar aðgerðir ríkis­stjórnar Trumps til að bæla niður samstöðu með palestínsku fólki og beita stjórn­kerfinu gegn innflytj­endum. Ráðist var að Mahmoud fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar og frið­sam­legra funda­halda. Þessi rétt­indi verða Banda­ríkin og heim­urinn að virða án undan­tekn­inga.“

Ana Piquer, fram­kvæmda­stjóri svæð­is­skrif­stofu Amnesty Internati­onal í Ameríku. 

Amnesty Internati­onal hefur miklar áhyggjur af aukinni beit­ingu varð­halds, ógnunar, brott­vís­unar og ósann­gjarnrar máls­með­ferðar í þeim tilgangi að þagga niður í mótmælum og afvega­leiða almenna umræðu í Banda­ríkj­unum.  

„Þetta snýst ekki aðeins um einn nemenda heldur um aukna vald­boðs­stefnu í stjórn­ar­fari ríkis­stjórnar Trumps sem grefur undan mann­rétt­indum. Við hvetjum banda­rísk stjórn­völd til að enda póli­tíska atlögu sína gegn nemendum og einstak­lingum á grund­velli skoðana þeirra og virða tján­ing­ar­frelsið þeirra.“

Ana Piquer, fram­kvæmda­stjóri svæð­is­skrif­stofu Amnesty Internati­onal í Ameríku. 

Á Íslandi söfn­uðust 1498 undir­skriftir þar sem kallað var eftir lausn hans. Við þökkum öllum kærlega fyrir stuðn­inginn!

 

 

Lestu einnig