SMS
4. apríl 2025Í febrúar 2025 ákærðu yfirvöld í Texas Cesar og Noreliu frá Venesúela fyrir „ólöglega” komu til landsins árið 2022. Síðan þá hafa þau verið handtekin ólöglega tvisvar af yfirvöldum og aðskilin frá börnum sínum þrátt fyrir það að fjölskyldan sé með gilda tímabundna vernd (e. TPS) og umsókn um alþjóðlega vernd í vinnslu. Í bæði skiptin hefur alríkisdómari leyst þau úr haldi en yfirvöld í Texas hafa ekki fellt niður ákærur á hendur þeim.
Einstaklingar eiga rétt á því að sækja um alþjóðlega vernd, sama hvernig þeir koma til landsins og ólögmætt er að handataka fólk með gilda tímabundna vernd (e. TPS).
Þetta er í eitt af fyrstu skiptum sem Bandaríkin notar tiltekið ákvæði laga um innflytjendur, sem var grunnurinn að stefnu Trumps Bandaríkjaforseta um að aðskilnað fjölskyldu á fyrra kjörtímabili hans, til að herja á einstaklinga og fjölskyldur sem hafa verið í Bandaríkjunum í mörg ár. Þetta er svívirðileg misbeiting á lögum í þeim tilgangi að brjóta á réttindum innflytjenda og aðskilja fjölskyldur sem hafa nú þegar byggt upp líf sitt í Bandaríkjunum.
SMS-félagar krefjast þess að ríkissaksóknari vesturkjördæmi Texas fellli niður ákærur á hendur foreldrunum og virði rétt fólks um að sækja um alþjóðlega vernd.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu