SMS

4. apríl 2025

Banda­ríkin: Stöðva verður aðskilnað fjöl­skyldna sem leita að öryggi

Í febrúar 2025 ákærðu yfir­völd í Texas Cesar og Noreliu frá Venesúela fyrir ólög­lega” komu til landsins árið 2022. Síðan þá hafa þau verið hand­tekin ólög­lega tvisvar af yfir­völdum og aðskilin frá börnum sínum þrátt fyrir það að fjöl­skyldan sé með gilda tíma­bundna vernd (e. TPS) og umsókn um alþjóð­lega vernd í vinnslu. Í bæði skiptin hefur alrík­is­dómari leyst þau úr haldi en yfir­völd í Texas hafa ekki fellt niður ákærur á hendur þeim.

Einstak­lingar eiga rétt á því að sækja um alþjóð­lega vernd, sama hvernig þeir koma til landsins og ólög­mætt er að handa­taka fólk með gilda tíma­bundna vernd (e. TPS).

Þetta er í eitt af fyrstu skiptum sem Banda­ríkin notar tiltekið ákvæði laga um innflytj­endur, sem var grunn­urinn að stefnu Trumps Banda­ríkja­for­seta um að aðskilnað fjöl­skyldu á fyrra kjör­tíma­bili  hans, til að herja á einstak­linga og fjöl­skyldur sem hafa verið í Banda­ríkj­unum í mörg ár. Þetta er svívirðileg misbeiting á lögum í þeim tilgangi að brjóta á rétt­indum innflytj­enda og aðskilja fjöl­skyldur sem hafa nú þegar byggt upp líf sitt í Banda­ríkj­unum.

SMS-félagar krefjast þess að ríkis­sak­sóknari vest­ur­kjör­dæmi Texas fellli niður ákærur á hendur foreldr­unum og virði rétt fólks um að sækja um alþjóð­lega vernd.

Lestu einnig