SMS

7. maí 2021

Banda­ríkin: Þrýstið á að Ciham Ali verði leyst úr haldi

Þegar Ciham Ali var 15 ára reyndi hún að yfir­gefa Erítreu en stjórn­völd hand­tóku hana. Ekki hefur sést til hennar síðan og nú eru liðin átta ár. Hjálpaðu okkur að finna Ciham og leysa úr haldi.

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Ciham var hand­tekin þegar hún reyndi að flýja frá Erítreu til Súdan í desember 2012. Faðir hennar, Ali Abdu var ráðherra í ríkis­stjórn Isaias Afwerki í Erítreu en hann hafði snúið baki við ríkis­stjórn­inni og flúið stuttu áður.

Ciham hefur nú verið í haldi í yfir átta ár. Fjöl­skylda hennar hefur hvorki séð né heyrt frá henni síðan hún var hand­tekin og hefur ekki hugmynd um hvar hún er niður­komin. Um er að ræða þvingað manns­hvarf sem er glæpur samkvæmt alþjóð­legum lögum.

 

Ciham er bæði með erit­rískan og banda­rískan ríkis­borg­ara­rétt en þrátt fyrir það hafa banda­rísk stjórn­völd ekki skipt sér af málinu. Amnesty Internati­onal telur banda­rísk stjórn­völd hafa brugðist því að vernda ríkis­borgara sinn með þögn sinni sem sé hluti af ástæðu þess að Ciham hafi ekki verið látin laus úr haldi.

Sms-aðgerða­sinnar krefjast þess að utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Antony Blinken, taki upp málið og fari fram á að hún verði látin laus tafar­laust. 

Lestu einnig