Viðburðir
9. desember 2025
Í tilefni af alþjóðlegum mannréttindadegi 10. desember minnir Íslandsdeild Amnesty International á að baráttan fyrir verndun mannréttinda hefur sjaldan verið jafn þörf og nú. Víða er tjáningarfrelsið fótum troðið og grafið undan öðrum sjálfsögðum mannréttindum svo sem réttinum til lífs , frelsis og mannhelgi.
Nú er tími til kominn að við sameinumst og stöndum vörð um öll réttindi um ókomna tíð.
Á þessum degi árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt á allsherjarþingi þeirra í kjölfar hörmunga seinni heimstyrjaldarinnar en yfirlýsingin kveður á um þau ófrávíkjanlegu mannréttindi sem við öll eigum tilkall til.
Við getum öll lagt eitthvað af mörkum enda skilar mannréttindabaráttan árangri eins og okkar árlega og alþjóðlega herferð Þitt nafn bjargar lífi hefur sannað um árabil. Þá koma hundruð þúsunda einstaklinga saman og setja nafn sitt á bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og krefja þau úrbóta í þágu þolenda brotanna. Frá því að herferðin hófst árið 2001 höfum við fengið góðar fréttir af rúmlega 100 einstaklingum sem barist hefur verið fyrir í herferðinni. Það er afar einfalt að taka þátt og leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að fara inn á vefsíðu okkar og skrifa undir átta mál einstaklinga og hópa sem sæta grófum mannréttindabrotum.
Til að minna á herferðina Þitt nafn bjargar lífi verða ýmsar áberandi byggingar lýstar upp með gulu ljósi dagana 9.og 10. desember. Guli liturinn er einkennislitur Amnesty International og tákn vonarljóss fyrir þolendur mannréttindabrota.
Harpa, Perlan og Hof á Akureyri eru þær byggingar sem munu lýsa upp myrkrið með vonarljósinu og minna á mikilvægi mannréttindabaráttunnar.
Enn er hægt að skrifa hér undir öll málin í herferðinni Þitt nafn bjargar lífi.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu