Viðburðir

9. desember 2025

Bygg­ingar lýstar upp til að minna á Þitt nafn bjargar lífi

Í tilefni af alþjóð­legum mann­rétt­inda­degi 10. desember minnir Íslands­deild Amnesty Internati­onal á að baráttan fyrir verndun mann­rétt­inda hefur sjaldan verið jafn þörf og nú. Víða er tján­ing­ar­frelsið fótum troðið og grafið undan öðrum sjálf­sögðum mann­rétt­indum svo sem rétt­inum til lífs , frelsis og mann­helgi.

Nú er tími til kominn að við samein­umst og stöndum vörð um öll rétt­indi um ókomna tíð.

Á þessum degi árið 1948 var Mann­rétt­inda­yf­ir­lýsing Sameinuðu þjóð­anna samþykkt á alls­herj­ar­þingi þeirra í kjölfar hörm­unga seinni heimstyrj­ald­ar­innar en yfir­lýs­ingin kveður á um þau ófrá­víkj­an­legu mann­rétt­indi sem við öll eigum tilkall til.

Við getum öll lagt eitt­hvað af mörkum enda skilar mann­rétt­inda­bar­áttan árangri eins og okkar árlega og alþjóð­lega herferð Þitt nafn bjargar lífi hefur sannað um árabil. Þá koma hundruð þúsunda einstak­linga saman og setja nafn sitt á bréf til stjórn­valda sem brjóta mann­rétt­indi og krefja þau úrbóta í þágu þolenda brot­anna. Frá því að herferðin hófst árið 2001 höfum við fengið góðar fréttir af rúmlega 100 einstak­lingum sem barist hefur verið fyrir í herferð­inni. Það er afar einfalt að taka þátt og leggja sitt lóð á vogar­skál­arnar með því að fara inn á vefsíðu okkar og skrifa undir átta mál einstak­linga og hópa sem sæta grófum mann­rétt­inda­brotum.

Til að minna á herferðina Þitt nafn bjargar lífi verða ýmsar áber­andi bygg­ingar lýstar upp með gulu ljósi dagana 9.og 10. desember. Guli liturinn er einkenn­islitur Amnesty Internati­onal og tákn vonar­ljóss fyrir þolendur mann­rétt­inda­brota.

Harpa, Perlan og Hof á Akur­eyri eru þær bygg­ingar sem munu lýsa upp myrkrið með vonar­ljósinu og minna á mikil­vægi mann­rétt­inda­bar­átt­unnar.

Enn er hægt að skrifa hér undir öll málin í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi.

Lestu einnig