Ekvador
Berjast gegn eyðileggingu af völdum gasbruna
Baráttusúlkur Amazon-skógarins berjast gegn eyðileggingu af völdum gasbruna. Þessi hópur ungra kvenna frá Ekvador sætir ofbeldisfullum hótunum vegna baráttu sinnar gegn loftslagsvánni. Árið 2021 úrskurðaði dómstóll í Ekvador að gasbruni bryti gegn mannréttindum og réttinum til heilnæms umhverfis og var stjórnvöldum fyrirskipað að stöðva notkun hans. Þrátt fyrir það logar hann víða enn.