Gríptu til aðgerða

Það er erfitt að hunsa milljónir undirskrifta

Kaupa frímerki

Þitt nafn bjargar lífi

Alþjóðleg herferð þar sem þrýst er á stjórnvöld víða um heim

Taktu þátt og skrifaðu undir 10 áríð­andi mál einstak­linga sem beittir eru alvar­legum órétti. Þannig söfnum við millj­ónum undir­skrifta og mögnum saman þrýsting á stjórn­völd víða um heim sem brjóta mann­rétt­indi.

Látum ljós okkar skína á þolendur mann­rétt­inda­brota og þrýstum á um bjartari framtíð fyrir þessa einstak­linga og heiminn allan, hver undir­skrift skiptir máli!

99%
 • Undirskriftir 69,277
 • Markmið 70.000

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Bréf til bjargar lífi dagana 3.-16. desember

Viðburðir um land allt

Á hverju ári á aðvent­unni tekur fjöldi einstak­linga höndum saman, og skipu­leggur viðburði í sínu sveita­fé­lagi til stuðn­ings þolendum mann­rétt­inda­brota.

Tilgang­urinn er að skapa nota­lega stund um jóla­leytið þar sem fólk kemur saman, kynnir sér mál einstak­linga sem sæta mann­rétt­inda­brotum og setur nafn sitt á aðgerða­kort til stjórn­valda til að þrýsta á umbætur.

Raun­veru­legar breyt­ingar á lífi þolenda mann­rétt­inda­brota eiga sér stað á hverju ári vegna þessara aðgerða. Samviskufangar eru leystir úr haldi, fangar hljóta mann­úð­legri meðferð, þolendur pynd­inga sjá rétt­lætinu full­nægt og fangar á dauða­deild eru náðaðir eða ómann­úð­legri löggjöf er breytt.

Vilt þú skipu­leggja viðburð? Íslands­deild Amnesty Internati­onal sendir skipu­leggj­endum allt aðgerð­ar­efni og stendur straum af send­ing­ar­kostnaði.

Skrá mig sem skipuleggjanda
 • Penninn Eymundsson
  Norðurslóð 2
  Laugardaginn 7. desember frá kl. 11 til 16

 • Amtsbókasafnið
  Brekkugötu 17
  Laugardaginn 7. desember frá kl. 11 til 15:30

 • Menntaskólinn á Akureyri
  Eyrarlandsvegi 28

 • Verkmenntaskólinn á Akureyri
  Hringteigi 2