Skrifa undir öll málin

Það er erfitt að hunsa milljónir undirskrifta

Kaupa frímerki

Þitt nafn bjargar lífi

Alþjóðleg herferð þar sem þrýst er á stjórnvöld víða um heim

Taktu þátt og skrifaðu undir 10 áríð­andi mál einstak­linga sem beittir eru alvar­legum órétti. Þannig söfnum við millj­ónum undir­skrifta og mögnum saman þrýsting á stjórn­völd víða um heim sem brjóta mann­rétt­indi.

Látum ljós okkar skína á þolendur mann­rétt­inda­brota og þrýstum á um bjartari framtíð fyrir þessa einstak­linga og heiminn allan, hver undir­skrift skiptir máli!

101%
  • Undirskriftir 70.405
  • Markmið 70.000

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Þitt nafn bjargar lífi

Árleg herferð um allan heim

Í ár þurftum við að bregða út af vananum við skipu­lagn­ingu herferðar okkar Þitt nafn bjargar lífi. Í ljósi aðstæðna í samfé­laginu verða engir viðburðir víða um land eins og áður heldur fer herferðin að öllu leyti fram rafrænt. Við stefnum á að vera eins sýnileg og hægt er á vefnum.

Markmið herferðarinnar er að safna undir­skriftum fyrir tíu áríð­andi mál til að þrýsta á viðkom­andi stjórn­völd um að virða mann­rétt­indi. 

Raun­veru­legar breyt­ingar á lífi þolenda mann­rétt­inda­brota eiga sér stað á hverju ári vegna þrýst­ings frá fólki eins og þér. Samviskufangar eru leystir úr haldi, fangar hljóta mann­úð­legri meðferð, þolendur pynd­inga sjá rétt­lætinu full­nægt og fangar á dauða­deild eru náðaðir eða ómann­úð­legri löggjöf er breytt.

Segðu vinum og fjöl­skyldu frá undir­skrifta­söfn­un­inni og með þinni hjálp getuherferðin orðið enn sýni­legri

Sendu á vin!