Það er erfitt að hunsa milljónir undirskrifta

Þitt nafn bjargar lífi

Alþjóðleg herferð þar sem þrýst er á stjórnvöld víða um heim

Taktu þátt og skrifaðu undir 10 áríð­andi mál einstak­linga sem beittir eru alvar­legum órétti. Þannig söfnum við millj­ónum undir­skrifta og mögnum saman þrýsting á stjórn­völd víða um heim sem brjóta mann­rétt­indi.

Látum ljós okkar skína á þolendur mann­rétt­inda­brota og þrýstum á um bjartari framtíð fyrir þessa einstak­linga og heiminn allan, hver undir­skrift skiptir máli!

105%
  • Undirskriftir 52.379
  • Markmið 50.000

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttaíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju á mótmælum. Hún ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar táragassprengja hæfði hana í andlitið. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar á verðmiða í stórmarkaði um innrás Rússlands í Úkraínu. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Í fjögur ár og tvo mánuði var ég fastur í martröð fangelsis. Fjögur ár og tveir mánuðir af sársauka, áhyggjum og óvissu. En þið í Amnesty International gáfuð mér von um frelsi og nú er ég frjáls.

Bernardo Caal Xol — Þitt nafn bjargar lífi 2021
Bernardo Caal Xol var leystur úr haldi eftir rúm fjögur ár í fangelsi í kjölfar herferðar okkar. Hann var samviskufangi sem var fangelsaður fyrir baráttu sína fyrir réttindum Maya-frum­byggja­sam­fé­lagsins Q’eqchi’ sem hann tilheyrir.

Ég vil þakka öllu fólkinu sem tók þátt í herferðinni og stóð með mér innan sem utan Egyptalands. Ég vil sérstaklega þakka Amnesty International, öllu starfsfólki og stuðningsfólki þess, þið voruð sólargeislarnir í myrkrinu. Þakkarorð geta ekki lýst þakklæti mínu til ykkar allra.

Ibrahim Ezz El-Din — Þitt nafn bjargar lífi 2019
Ibrahim Ezz El-Din, mann­rétt­inda­fröm­uður sem var samviskufangi, var leystur úr haldi í Egyptalandi þann 26. apríl 2022 eftir að hafa setið 34 mánuði í fang­elsi fyrir mann­rétt­inda­störf sín.

Þitt nafn bjargar lífi hefur virkilega jákvæð áhrif. Stuðningurinn hefur fengið mig, Germain Rukuki, til þess að vera enn ákveðnari í að verja mannréttindi eftir fangelsisvistina.

Germain Rukuki — Þitt nafn bjargar lífi 2020
Í apríl 2018 var Germain Rukuki, baráttu­maður fyrir mann­rétt­indum, fundinn sekur á grund­velli fjölda upplog­inna sakargifta og dæmdur í 32 ára fang­elsi. Germain fékk loks frelsi þann 30. júní 2021.

Þakka ykkur innilega, ég á engin orð. Þið vitið ekki hve hjarta mitt er barmafullt af hamingu.

Magai Matip Ngong — Þitt nafn bjargar lífi 2019
Þökk sé stuðningi frá fólki eins og þér var dauðadómurinn yfir Magai Matip Ngong felldur úr gildi í júlí 2020.

Ég er þakklát fyrir öll bréfin. Frá mínum dýpstu hjart­a­rótum, þökk sé herferð­inni þá er ég á lífi og var ekki drepin vegna þess að þeir vissu af ykkur.

Jani Silva — Þitt nafn bjargar lífi 2020
Baráttukonan Jani Silva hefur fengið lífláts­hót­anir vegna baráttu sinnar fyrir umhverf­is­vernd á Amazon­svæðinu.

Mínar innilegustu þakkir til allra sem sendu mér fjöldann allan af bréfum hvaðanæva úr heiminum. Þessar aðgerðir veittu mér styrk í fangelsinu.

Taner Kılıç — Þitt nafn bjargar lífi 2017
Formaður Amnesty International í Tyrklandi. Hann sat í rúmt ár í fangelsi vegna mannréttindastarfa sinna en var leystur úr haldi í ágúst 2018.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.

Þitt nafn bjargar lífi

Undirskriftasöfnun víða um land

Árið 2001 var herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi ýtt úr vör af aðgerða­sinnum í Varsjá í Póllandi ári. Síðan þá hefur herferðin vaxið jafnt og þétt og raun­veru­legar breyt­ingar á lífi fólks eiga sér stað á hverju ári. Í gegnum tíðina hefur tekist að umbreyta lífi rúmlega 100 þolenda.

Án aðgerða­sinna eins og þín sem lætur sig varða líf þeirra sem beittir eru grófu misrétti næðum við ekki árangri í barátt­unni gegn mann­rétt­inda­brotum.

Á Íslandi hafa undir­skrifta­safn­anir farið fram víðs vegar um landið, á bóka­söfnun, kaffi­húsum, vinnu­stöðum og í skólum með frábærum árangri.

Þú getur tekið þátt á þeim stöðum sem næstir þér eru og auglýstir eru hér. Einnig getur þú staðið fyrir undir­skrifta­söfnun í þinni heima­byggð og skráð þig til þátt­töku undir „Skrá mig sem skipu­leggj­anda“.

Segðu vinum og fjöl­skyldu frá undir­skrifta­söfn­un­inni og með þinni hjálp getuherferðin orðið enn sýni­legri

Skrá mig sem skipuleggjanda