
Þitt nafn bjargar lífi
Þitt nafn bjargar lífi er alþjóðleg herferð Amnesty International. Taktu þátt og skrifaðu undir 9 áríðandi mál einstaklinga sem beittir eru alvarlegum órétti. Þú getur lesið um öll málin hér fyrir neðan.
Hver undirskrift skiptir máli!
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Þitt nafn bjargar lífi
Árið 2001 var herferðinni Þitt nafn bjargar lífi ýtt úr vör af aðgerðasinnum í Varsjá í Póllandi ári. Síðan þá hefur herferðin vaxið jafnt og þétt og raunverulegar breytingar á lífi fólks eiga sér stað á hverju ári. Í gegnum tíðina hefur tekist að umbreyta lífi rúmlega 100 þolenda.
Án aðgerðasinna eins og þín sem lætur sig varða líf þeirra sem beittir eru grófu misrétti næðum við ekki árangri í baráttunni gegn mannréttindabrotum.
Á Íslandi hafa undirskriftasafnanir farið fram víðs vegar um landið, á bókasöfnun, kaffihúsum, vinnustöðum og í skólum með frábærum árangri.
Þú getur tekið þátt á þeim stöðum sem næstir þér eru og auglýstir eru hér.
Segðu vinum og fjölskyldu frá undirskriftasöfnuninni og með þinni hjálp getur herferðin orðið enn sýnilegri!
Bókasafn Árborgar
Austurvegi 2
til 10. des á opnunartíma
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Skrá mig sem skipuleggjanda
Fjöldinn allur af sjálfboðaliðum stendur árlega fyrir Þitt nafn bjargar lífi í sínu sveitafélagi til stuðnings þolendum mannréttindabrota.
Framkvæmdin er mjög einföld
Ekki láta þitt eftir liggja á aðventunni. Þitt nafn bjargar lífi er einfalt, skemmtilegt og áhrifaríkt!
Árni Kristjánsson
Ungliða- og aðgerðastjóri
arni@amnesty.is
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu