Skrifa undir öll málin

Það er erfitt að hunsa milljónir undirskrifta

Kaupa frímerki

Þitt nafn bjargar lífi

Alþjóðleg herferð þar sem þrýst er á stjórnvöld víða um heim

Taktu þátt og skrifaðu undir 10 áríð­andi mál einstak­linga sem beittir eru alvar­legum órétti. Þannig söfnum við millj­ónum undir­skrifta og mögnum saman þrýsting á stjórn­völd víða um heim sem brjóta mann­rétt­indi.

Látum ljós okkar skína á þolendur mann­rétt­inda­brota og þrýstum á um bjartari framtíð fyrir þessa einstak­linga og heiminn allan, hver undir­skrift skiptir máli!

101%
  • Undirskriftir 70.405
  • Markmið 70.000

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Erítrea

Sætti þvinguðu mannshvarfi 15 ára

Ciham Ali var aðeins 15 ára þegar stjórnvöld námu hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar. Níu ár eru nú liðin frá því að hún sætti þvinguðu mannshvarfi. Engin veit hvar hún er í haldi.

Mexíkó

Skotin á mótmælum gegn ofbeldi á konum

Wendy Galarza berst fyrir réttátara samfélagi fyrir konur í heimalandi sínu. Þær sæta oft árásum, eru niðurlægðar og myrtar. Hún týndi næstum lífi sínu við að fordæma ofbeldið.

Hvíta-Rússland

Unglingur barinn, gefið raflost og fangelsaður

Mikita Zalatarou, sem er flogaveikur, var 16 ára þegar hann var handtekinn og ásakaður um að kasta bensínsprengju í átt að óeirðalögreglu. Hann var í kjölfarið fangelsaður, pyndaður og dæmdur í fimm ára fangelsi.

Nígería

Læstur í neðanjarðarklefa fyrir mótmæli

Imoleayo Michael studdi mótmæli á samfélagsmiðlum gegn sérsveitinni SARS sem er alræmd fyrir ofbeldi. Í kjölfarið var hann læstur í neðanjarðarklefa í 41 dag. Hann stendur frammi fyrir fölskum ákærum og margra ára fangelsisvist.

Palestína

Ísraelski herinn hótar unglingsstúlku lífláti

Janna Jihad er 15 ára gömul og býr á Vesturbakkanum, sem er hernuminn af Ísrael. Hún var aðeins sjö ára þegar hún hóf að taka upp mannréttindabrot ísraelska hersins. Janna hefur verið áreitt og henni hótað lífláti.

Úkraína

Ráðist á baráttufólk fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks

Frjálsu félagasamtökin Sphere hafa barist fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks frá árinu 2006. Á undanförnum árum hafa ofbeldisfullir andstöðuhópar gegn hinsegin fólki skipulagt tugi árása á starfs- og stuðningsfólk Sphere en enginn er látinn sæta ábyrgð.

Þakka ykkur innilega, ég á engin orð. Þið vitið ekki hve hjarta mitt er barmafullt af hamingu.

Magai Matip Ngong
Þökk sé stuðningi frá fólki eins og þér var dauðadómurinn yfir Magai Matip Ngong felldur úr gildi í júlí 2020.

Við sameinumst fólki um heim allan til að berjast gegn óréttlætinu - Crystal Swain, Grassy Narrows.


Í byrjun apríl 2020 ákváðu stjórnvöld loks að veita 19,5 milljónir dollara til uppbyggingar sérhæfðrar heilsugæslu fyrir þolendur kvikasilfurseitrunar meðal Grassy Narrows-samfélagsins.

Vitandi af þessum mikla alþjóðlega hlýhug hjálpar mér að fara fram úr rúminu á morgnana. - Monica Benicio, sambýliskona Marielle.

Marielle Franco
Í mars 2019 voru tveir fyrrum lögreglumenn handteknir fyrir morðið á Marielle Franco, stjórnmálakonu og málsvara þeirra allra fátækustu í Brasilíu. Handtökurnar marka lítið skref í átt að réttlæti.

Ég er svo óendanlega þakklát öllu því fólki, hvaðanæva úr heiminum, sem hefur sýnt mér samkennd og góðvild og virkilega lagt sig fram um að styðja mig.

Atena Daemi
Atena Daemi, sem var fangelsuð fyrir að dreifa bæklingum þar sem dauðarefsingin var harðlega gagnrýnd, hefur þurft að þola líkamlegt ofbeldi í fangelsi. Hún þurfti nauðsynlega á læknisþjónustu að halda og þökk sé yfir 700 þúsund undirskriftum einstaklinga um heim allan hefur henni nú verið veitt nauðsynleg meðferð.

Vegna alþjóðlegrar athygli hefur dregið úr árásum, svívirðingum og mannréttindabrotum af hálfu lögreglunnar í minn garð. Þakkir til ykkar allra sem skrifuðu mér til stuðnings. Ötull stuðningur ykkar hefur ekki aðeins kom mér til hjálpar heldur einnig eflt mannréttindi í Kína.

Ni Yulan
Baráttukona fyrir mannréttindum í Kína.

Ég er þakklát fyrir þann stuðning og samstöðu sem ég hef notið af hálfu aðgerðasinna Amnesty International, aðgerðasinnum sem stendur ekki á sama um réttindi okkar hér í Kirgistan þrátt fyrir að vera annars staðar frá.

Gulzar Duishenova
Gulzar Duishenova hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun í heimalandi sínu.

Taíland

Stendur frammi fyrir lífstíðardómi vegna friðsamlegra mótmæla

Panusaya, kölluð Rung, kallar eftir jafnrétti og tjáningarfrelsi. Í mars 2021 var hún handtekin í 60 daga á grundvelli laga sem banna gagnrýni á konungsríkið. Nú stendur hún frammi fyrir fjölda ákæra og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Kína

Fangelsuð vegna fréttaumfjöllunar um kórónuveiruna

Zhang Zhan skýrði frá útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan-borg. Hún greindi frá því á samfélagsmiðlum að yfirvöld hefðu tekið til fanga óháða blaðamenn og áreitt fjölskyldur smitaðra einstaklinga. Hún var síðar tekin til fanga og dæmd í fjögurra ára fangelsi.

Þitt nafn bjargar lífi

Árleg herferð um allan heim

Í ár þurftum við að bregða út af vananum við skipu­lagn­ingu herferðar okkar Þitt nafn bjargar lífi. Í ljósi aðstæðna í samfé­laginu verða engir viðburðir víða um land eins og áður heldur fer herferðin að öllu leyti fram rafrænt. Við stefnum á að vera eins sýnileg og hægt er á vefnum.

Markmið herferðarinnar er að safna undir­skriftum fyrir tíu áríð­andi mál til að þrýsta á viðkom­andi stjórn­völd um að virða mann­rétt­indi. 

Raun­veru­legar breyt­ingar á lífi þolenda mann­rétt­inda­brota eiga sér stað á hverju ári vegna þrýst­ings frá fólki eins og þér. Samviskufangar eru leystir úr haldi, fangar hljóta mann­úð­legri meðferð, þolendur pynd­inga sjá rétt­lætinu full­nægt og fangar á dauða­deild eru náðaðir eða ómann­úð­legri löggjöf er breytt.

Segðu vinum og fjöl­skyldu frá undir­skrifta­söfn­un­inni og með þinni hjálp getuherferðin orðið enn sýni­legri

Sendu á vin!