Árið 2001 var herferðinni Þitt nafn bjargar lífi ýtt úr vör af aðgerðasinnum í Varsjá í Póllandi ári. Síðan þá hefur herferðin vaxið jafnt og þétt og raunverulegar breytingar á lífi fólks eiga sér stað á hverju ári. Í gegnum tíðina hefur tekist að umbreyta lífi rúmlega 100 þolenda.
Án aðgerðasinna eins og þín sem lætur sig varða líf þeirra sem beittir eru grófu misrétti næðum við ekki árangri í baráttunni gegn mannréttindabrotum.
Á Íslandi hafa undirskriftasafnanir farið fram víðs vegar um landið, á bókasöfnun, kaffihúsum, vinnustöðum og í skólum með frábærum árangri.
Þú getur tekið þátt á þeim stöðum sem næstir þér eru og auglýstir eru hér. Einnig getur þú staðið fyrir undirskriftasöfnun í þinni heimabyggð og skráð þig til þátttöku undir „Skrá mig sem skipuleggjanda“.
Segðu vinum og fjölskyldu frá undirskriftasöfnuninni og með þinni hjálp getur herferðin orðið enn sýnilegri!