SMS

25. maí 2021

Danmörk: Ekki senda flótta­fólk aftur til Sýrlands

Danmörk leggur hundruð flótta­fólks í hættu með því að senda það aftur til Sýrlands. Dönsk yfir­völd stað­hæfa að höfuð­borgin Damaskus og nágrenni hennar séu örugg svæði í Sýrlandi. Þrátt fyrir að loft­árásir og átök séu hætt á sumum svæðum, vofir enn hætta yfir þar sem sann­anir eru fyrir því að pynd­ingar, þvinguð manns­hvörf og varð­haldsvist eigi sér enn stað í landinu.

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Danmörk breytti stefnu sinni árið 2019 í málefnum flótta­fólks. Áður var stefnan sú að styðja aðlögun flótta­fólks en nú er mark­miðið að senda burt flótta­fólk með öllum tiltækum ráðum. Yfir­lýst markmið forsæt­is­ráð­herra Danmerkur, Mette Fredriksen er að losna við allt flótta­fólk úr landinu. Dönsk stjórn­völd hafa því á síðast­liðnum tveimur árum hraðað endur­skoðun á land­vist­ar­leyfi 900 einstak­linga frá Sýrlandi.

Sýrlend­ing­unum er haldið við óvið­un­andi aðstæður með það að mark­miði að þvinga fram samþykki þeirra til að flytja sjálf­viljug til baka. Þetta er ólögmæt þving­un­ar­að­gerð samkvæmt alþjóða­lögum.

 

 

Sýrland er langt frá því að vera öruggt land. Borg­arar sem snúa aftur á svæði undir stjórn sýrlenska ríkisins þurfa að fá heimild sem felur meðal annars í séryf­ir­heyrslu af hálfu sýrlensku örygg­is­sveit­ar­innar. Örygg­is­sveit Sýrlands ber ábyrgð á víðtækum og skipu­lögðum mann­rétt­inda­brotum, þar á meðal pynd­ingum, þving­uðum mann­hvörfum og aftökum án dóms og laga.

Sýrlenska flótta­fólkið flúði til Danmerkur til að forðast átök og ofsóknir. Það er ótækt að því sé skipað að snúa aftur í hættuna sem það flúði. Sýrlenska flótta­fólkið þarf á vernd að halda.

SMS félagar krefjast þess að utan­rík­is­ráð­herra Danmerkur, Mathias Tesfaye, snúi við ákvörð­unum um endur­send­ingar sýrlensks flótta­fólks og endur­nýji land­vist­ar­leyfi þeirra.

Lestu einnig