SMS

29. september 2021

Dreifum bólu­efnum jafnt

Millj­arðir íbúa fátækari ríkja fá ekki aðgang að covid-19 bólu­efnum með lífs­hættu­legum afleið­ingum.

Aukinn jöfn­uður í aðgengi að bólu­efni gegn kórónu­veirunni gæti bjargað lífum millj­arða um allan heim en lyfja­fyr­ir­tækin Pfizer, Moderna og Johnson & Johnson hafa meðvitað komið í veg fyrir að aðrir lyfja­fram­leið­endur geti fram­leitt bólu­efni. Fyrir­tækin halda áfram að veita efna­meiri ríkjum forgang.

Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO), Alþjóða­við­skipta­stofn­unin (WTO), Alþjóða­bankinn og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­urinn hafa sett það markmið að 40% af fólki í lágtekju­löndum og lægri-meðal­tekju­löndum verði bólu­sett fyrir lok þessa árs. Til þess að mark­miðið náist þarf að úthluta tveimur millj­örðum bólu­efna­skammta til þessara landa.

Það er augljóst að lyfja­fyr­ir­tæki og ríki eru ekki að sinna skyldu sinni um að tryggja jafnan aðgang að bólu­efni gegn kórónu­veirunni.

Þann 22. sept­ember voru 100 dagar til lok ársins 2021.

SMS-félagar krefjast þess að lyfja­fyr­ir­tækin:

  • Tryggi að a.m.k. helm­ingur fram­leiddra skammta sé dreift til lág- og lægri-meðal­tekju­landa.
  • Taki þátt í alþjóð­legu fram­taki við að deila hugverkum, þekk­ingu og tækni með öðrum lyfja­fram­leið­endum

 

Lestu einnig