SMS

29. apríl 2019

Egypta­land: Hinsegin mann­rétt­inda­sinna haldið í fang­elsi

Malak al Kashef er 19 ára trans kona frá Egyptalandi sem haldið er í karlafang­elsi eftir að hafa verið rang­lega sökuð um glæp. Malak er mann­rétt­indasinni og þekkt fyrir hugrekki í baráttu sinni fyrir rétt­indum hinsegin fólks í Egyptalandi.

Árið 2017 deildi Malak al Kashef sögu sinni af kynleið­rétt­inga­ferlinu á samfé­lags­miðlum og erfiðum samskipti sínum við ríkis­spítala í landinu þar sem henni var hótað hand­töku.

Öryggi Malak al Kashef er ekki tryggt og hana verður að leysa úr haldi undir eins.

Hvetjum ríkis­sak­sóknara Egypta­lands til að leysa hana skil­yrð­is­laust og án tafar úr haldi.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

+ Lesa meira

Lestu einnig