SMS

25. október 2019

Egypta­land: Mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur í haldi

Þann 22. sept­ember 2019 hand­tóku óein­kennisklæddir lögreglu­menn mann­rétt­inda­lög­fræð­inginn og aðgerða­sinnann Mahienour el-Masry þegar hún var að ganga út úr bygg­ingu saksóknara í borg­inni Alex­andríu. Saksóknari yfir­heyrði síðan Mahienour el-Masry út af ákærum á hendur henni sem enginn fótur er fyrir, þar á meðal fyrir „að aðstoða hryðju­verkahóp“, og „dreif­ingu á fölskum fréttum“ í máli sem tengist mótmælum gegn ríkis­stjórn Egypta­lands sem fram fóru í mars 2019. Saksókn­arinn fyrir­skipaði 15 daga varð­hald yfir henni í Al Qanater kvennafang­elsi á meðan að rann­sókn stæði yfir.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

+ Lesa meira

Lestu einnig