Viðburðir

9. desember 2024

Frum­sýning heim­ilda­mynd­ar­innar Vonar­ljós

Á alþjóð­lega mann­rétt­inda­deg­inum, þriðju­daginn 10. desember, frum­sýnir Íslands­deild Amnesty Internati­onal heim­ild­ar­myndina Vonar­ljós í Bíó Paradís kl. 19 í sal 1. Aðgangur er ókeypis og öllum boðið að mæta á meðan húsrúm leyfir.  

Heim­ilda­myndin Vonar­ljós var gerð í tilefni af 50 ára afmæli Íslands­deildar Amnesty Internati­onal fyrr á árinu. Hún veitir innsýn í starf Íslands­deild­ar­innar og mikil­vægi þess í ljósi sögu­legra atburða á þeim fimm áratugum sem deildin hefur verið starf­rækt. 

Fyrstu ár Íslands­deild­ar­innar voru lituð af kalda stríðinu en deildin náði að forðast tvíhyggjuna um vinstri og hægri þar sem deildin er óháð öllum stjórn­mála­stefnum. Fyrst og fremst hafa mann­rétt­indi verið leið­ar­ljós deild­ar­innar. Fjöldi fólks hefur lagt deild­inni lið með ýmsum hætti og árangur starfsins sýnir að almenn­ingur getur haft áhrif um heim allan þar sem mann­rétt­inda­brot hefðu annars fengið að þrífast í myrkrinu. Stuðn­ings­fólk deild­ar­innar á Íslandi er vonar­ljós fyrir þolendur mann­rétt­inda­brota. 

 

Þitt nafn bjargar lífi

Viðburður

Íslands­deildin býður upp á nota­lega stemn­ingu í Bíó Paradís á milli kl. 18 og 19 áður en sýning hefst. Margrét Arnar­dóttir flytur ljúfa harmonikku­tóna og á boðstólum verða smákökur og kaffi. 

Öllum er boðið að mæta og nota tæki­færið til að skrifa stuðn­ingskveðjur til þolenda mann­rétt­inda­brota í árlegri herferð Amnesty Internati­onal, Þitt nafn bjargar lífi, til að veita þeim styrk og halda vonar­ljósinu lifandi. 

Í herferð­inni í ár eru níu mál þolenda mann­rétt­inda­brota frá öllum heims­hlutum. TikTok-stjarna í Angóla og baráttu­kona fyrir rétt­indum kvenna í Sádi-Arabíu eru í hópi þeirra.   

Bygg­ingar lýstar upp

Til að minna á herferðina Þitt nafn bjargar lífi verða ýmsar áber­andi bygg­ingar lýstar upp með gulu ljósi dagana 9.og 10. desember. Guli liturinn er litur Amnesty Internati­onal og táknar vonar­ljós fyrir þolendur mann­rétt­inda­brota.

Hall­gríms­kirkja, Harpa, Perlan, Ráðhús Reykja­víkur og Hof á Akur­eyri eru þær bygg­ingar sem munu lýsa upp myrkrið með vonar­ljósinu og minna á mikil­vægi mann­rétt­inda­bar­átt­unnar.  

Enn er hægt að skrifa hér undir öll málin í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi.

Lestu einnig