Viðburðir
9. desember 2024Á alþjóðlega mannréttindadeginum, þriðjudaginn 10. desember, frumsýnir Íslandsdeild Amnesty International heimildarmyndina Vonarljós í Bíó Paradís kl. 19 í sal 1. Aðgangur er ókeypis og öllum boðið að mæta á meðan húsrúm leyfir.
Heimildamyndin Vonarljós var gerð í tilefni af 50 ára afmæli Íslandsdeildar Amnesty International fyrr á árinu. Hún veitir innsýn í starf Íslandsdeildarinnar og mikilvægi þess í ljósi sögulegra atburða á þeim fimm áratugum sem deildin hefur verið starfrækt.
Fyrstu ár Íslandsdeildarinnar voru lituð af kalda stríðinu en deildin náði að forðast tvíhyggjuna um vinstri og hægri þar sem deildin er óháð öllum stjórnmálastefnum. Fyrst og fremst hafa mannréttindi verið leiðarljós deildarinnar. Fjöldi fólks hefur lagt deildinni lið með ýmsum hætti og árangur starfsins sýnir að almenningur getur haft áhrif um heim allan þar sem mannréttindabrot hefðu annars fengið að þrífast í myrkrinu. Stuðningsfólk deildarinnar á Íslandi er vonarljós fyrir þolendur mannréttindabrota.
Þitt nafn bjargar lífi
Viðburður
Íslandsdeildin býður upp á notalega stemningu í Bíó Paradís á milli kl. 18 og 19 áður en sýning hefst. Margrét Arnardóttir flytur ljúfa harmonikkutóna og á boðstólum verða smákökur og kaffi.
Öllum er boðið að mæta og nota tækifærið til að skrifa stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota í árlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi, til að veita þeim styrk og halda vonarljósinu lifandi.
Í herferðinni í ár eru níu mál þolenda mannréttindabrota frá öllum heimshlutum. TikTok-stjarna í Angóla og baráttukona fyrir réttindum kvenna í Sádi-Arabíu eru í hópi þeirra.
Byggingar lýstar upp
Til að minna á herferðina Þitt nafn bjargar lífi verða ýmsar áberandi byggingar lýstar upp með gulu ljósi dagana 9.og 10. desember. Guli liturinn er litur Amnesty International og táknar vonarljós fyrir þolendur mannréttindabrota.
Hallgrímskirkja, Harpa, Perlan, Ráðhús Reykjavíkur og Hof á Akureyri eru þær byggingar sem munu lýsa upp myrkrið með vonarljósinu og minna á mikilvægi mannréttindabaráttunnar.
Enn er hægt að skrifa hér undir öll málin í herferðinni Þitt nafn bjargar lífi.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu