SMS

2. apríl 2020

Grikk­land: Verndum flótta­fólk gegn COVID-19

Á meðan heim­urinn tekst á við COVID-19 heims­far­ald­urinn eykst áhættan fyrir flótta­fólk í Grikklandi með hverjum klukku­tím­anum sem líður. Þúsundir eldra fólks, fólk með undir­liggj­andi sjúk­dóma, óléttar konur og fleiri eru föst í flótta­manna­búðum og búa við hættu­legar aðstæður. Nú stendur þeim einnig ógn af faraldr­inum en afleið­ing­arnar geta orðið skelfi­legar fyrir þá sem þar dvelja.

Grísk yfir­völd verða að vernda flótta­fólk og koma því í öruggar aðstæður auk þess að vernda almenning í landinu. 

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Aðstæður hjá flótta­fólki og umsækj­endum um alþjóð­lega vernd á eyjunum eru ómann­úð­legar. Þann 22. mars var fjöldi í flóttamannabúðunum á eyjunum LesbosChiosSamosKos og Leros um 37.000 manns en raun­veru­legt pláss er fyrir 6095 manns. Fólk hefur takmark­aðan aðgang að vatni, klósett­að­stöðu og sturtum, þarf að bíða í röð í marga tíma til að fá mat og býr í lélegum tjöldum án hita. Fjöldi heilbrigðisstarfsfólks er langt frá því að vera nægur. Allt það fólk sem komið hefur í búðirnar síðan í júlí á síðasta ári fær ekki aðgang að heilbrigð­is­þjón­ustu. 

Í stað þess að vernda þennan hóp fyrir COVID-19 hefur gríska ríkis­stjórnin takmarkað frekari vöxt búðanna og heldur áfram að hafna þeim sem sækja um alþjóð­lega vernd. Þessar aðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að hjálpa fólkinu sem dvelur í þessum flóttamannabúðum og eykur líkur þess á að veikjast af COVID-19 ef að veiran brýst þar út. 

 

Grísk yfir­völd verða, með hjálp frá Evrópu­sam­bandinu, að tryggja að mann­rétt­inda sé gætt og bregðast strax við með því að hlúa að flótta­fólki á þessum eyjum. 

SMS-félagar hvetja forsæt­is­ráð­herra Grikk­lands, Kyriakos Mitsotakis, til að: 

  • Flytja fólk af eyjunum í betri aðstæður á megin­landinu. 
  • Tryggja að nægt heilbrigðisstarfs­fólk sé á svæðinu, útvegi hrein­lætis­vörur, drykkjar­vatn og sjá til þess að svæðið sé hreinsað af rusli og sótt­hreinsað.
  • Veita flóttafólki aðgang að almennri heil­brigð­is­þjón­ustu eins og öðrum í landinu. 

Lestu einnig