SMS

15. október 2020

Grikk­land: verndum flótta­fólk í Moria

Eldarnir sem komu upp í flótta­manna­búðum í Moria hafa gert aðstæður verri fyrir þúsundir flótta­fólks sem nú hafa lélegt aðgengi að vatni, mat og heil­brigð­is­þjón­ustu. Margir hafa misst eigur sínar, meðal annars mikilvæg skjöl er varða umsóknir þeirra um alþjóð­lega vernd. Eldra fólk, fólk í viðkvæmum hópum, börn, óléttar konur og fleiri eru meðal þeirra sem nauð­syn­lega vantar hjálp.

Grísk stjórn­völd verða að gera nauð­syn­legar ráðstaf­anir strax og koma flótta­fólki og umsækj­endum um alþjóð­lega vernd í öruggt skjól. 

 

Aðstæður fyrir flótta­fólk og umsækj­endur um alþjóðlega vernd á þessu svæði hafa verið ómann­úð­legar í mörg ár. Þegar eldarnir hófust bjuggu þar um 12.500 einstak­lingar þrátt fyrir að gert væri ráð fyrir að svæðið tæki við færri en 3000 einstak­lingum. Hrein­lætis­að­staða var léleg, aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu var ófull­nægj­andi og það hefur með engu móti verið hægt að fylgja almennum sótt­varn­ar­til­mælum vegna kórónu­veirufar­ald­ursins. Á síðustu vikum hafa einstak­lingar á svæðinu greinst með sjúk­dóminn. 

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Grísk stjórn­völd verða að setja það í forgang að draga úr mann­mergð á grísku eyjunum. Aðilda­ríki Evrópu­sam­bandsins þurfa að stór­auka móttöku umsækj­enda um alþjóð­lega vernd.  

Sms-félagar krefjast þess að forsæt­is­ráð­herra Grikk­lands, Kyriakos Mitsotakis veiti strax full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu á svæðinu, komi þessum einstak­lingum til megin­lands Grikk­lands og áfram til annarra landa. 

Lestu einnig