SMS

10. ágúst 2021

Haítí: Rétt­læti fyrir aðgerða­sinna

Diego Charles og Antoinette Duclare voru myrt fyrir framan heimili Diego þann 30. júní síðast­liðinn í höfuð­borg Haíti, Port-au-Prince. Daginn eftir hófu vopn­aðir einstak­lingar skot­hríð fyrir utan heimili þeirra í þeim tilgangi að ógna fjöl­skyldum þeirra og mögu­legum vitnum.

Diego Charles var blaða­maður og stofnaði tíma­ritið Larepi­blik Magazine með Antoinette Duclare, aðgerða­sinna og ötulum gagn­rýn­anda ríkis­stjórn­ar­innar. Antoinette talaði gegn spill­ingu og mann­rétt­inda­brotum. Hún vakti meðal annars athygli á fjár­mála­m­is­ferli í tengslum við fjár­magn sem var eyrna­merkt þróun­ar­verk­efnum.

Hún var skotin sjö sinnum. Diego Charles var skotinn tvisvar.  

 

Ein af síðustu greinum sem Diego skrifaði fjallaði um morðið á Monferrier Dorval, forseta lögmanna­sam­taka í Port-au-Prince árið 2020. Í grein­inni kom fram að yfir­völd sýna enn engan áhuga á að rann­saka málið.

Þau höfðu bæði fengið hótanir mánuðina fyrir morðin.

SMS-félagar krefjast þess að stjórn­völd setji af stað óháða rann­sókn strax og dragi gerendur til ábyrgðar.

Lestu einnig