SMS

8. desember 2020

Heilsa mann­rétt­inda­frömuðs í haldi er í hættu

Ibrahim Ezz el-Din, rann­sak­andi á sviði mann­rétt­inda, var hand­tekinn þann 11. júní 2019 og fyrstu 167 dagana vissi fjöl­skylda hans ekki um afdrif hans þar sem hann sætti þvinguðu manns­hvarfi  af hálfu stjórn­valda. Varð­hald yfir honum  var fram­lengt um 45 daga þann 31. október 2020. Hann sætti pynd­ingum í varð­haldi og heilsu hans hefur hrakað síðan hann var hand­tekinn. Hann er í áhættu­hópi vegna áhrifa COVID-19 sem hefur verið að dreifast hratt í yfir­fullum fang­elsum í Egyptalandi. 

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

SMS-félagar krefjast þess að Ibrahim verði látinn laus tafar­laust þar sem hann er eingöngu í haldi fyrir friðsöm mann­rétt­inda­störf sín. Einnig er krafist að honum verði veitt viðeig­andi heil­brigð­is­þjónusta og að þvingaða manns­hvarfið og pynd­ingarnar sem hann sætti verði rannsökuð. 

Lestu einnig