SMS

20. janúar 2023

Hond­úras: Tveir umhverf­issinnar myrtir 

Aly Magda­leno Domínguez Ramos og Jairo Bonilla Ayala, meðlimir baráttu­hópsins Guap­inol (í héraðinu Colón í norð­ur­hluta Hond­úras) sem hefur barist gegn járn­námu, fundust látnir í frum­byggja­sam­fé­laginu Guap­inol þann 7. janúar 2023.

Þeir voru stöðv­aðir, skotnir og myrtir af vopn­uðum hóp, að sögn ættingja þeirra. Aly er bróðir Reyn­aldo Domínguez en þeir tveir eru hluti af 32 einstak­lingum sem hafa verið málaðir sem glæpa­menn af námu­fyr­ir­tækinu og stjórn­völdum fyrir að verja Carlos Escal­eras þjóð­garðinn.  

SMS-félagar krefjast þess að yfir­völd í Hond­úras tryggi ítar­lega og hlut­lausa rann­sókn og geri tafar­laust ráðstaf­anir til að tryggja vernd umhverf­issinna. 

Lestu einnig