SMS

14. nóvember 2022

Hong Kong: Þekktur útvarps­maður dæmdur vegna gagn­rýni á stjórn­völd

Útvarps­mað­urinn „Giggs“ Edmund Wan, sem hefur verið í haldi í rúma 19 mánuði, var dæmdur í 32 mánaða fang­elsi fyrir uppreisn­ar­áróður og peninga­þvætti þann 7. október 2022. 

Wan var hand­tekinn fyrir að gagn­rýna stjórn­völd í útvarps­þætti sínum og fyrir að standa fyrir fjár­öflun fyrir menntun ungra mótmæl­enda frá Hong Kong sem nú búa í Tævan. Wan var skot­mark stjórn­valda fyrir það eitt að nýta sér tján­ing­ar­frelsið sitt á frið­sam­legan hátt.  

Sms-félagar krefjast þess að hann verði umsvifa­laust leystur úr haldi. 

Lestu einnig