SMS

27. ágúst 2020

Hvíta-Rúss­land: Verndið frið­sama mótmæl­endur

Myndir og skýrslur sem varpa ljósi á ómann­úð­legt lögreglu­of­beldi gegn frið­sömum mótmæl­endum í Hvíta-Rússlandi, bæði á götum úti og í varð­haldi, hafa verið í fréttum um allan heim.

Hundruð þúsunda einstak­linga vítt og breitt um Hvíta-Rúss­land mótmæla kosn­inga­s­vindli, lögreglu­of­beldi og hörðum refsi­að­gerðum gegn mótmæl­endum og fara fram á rétt­látar kosn­ingar.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Lögreglan hefur mætt mótmæl­endum af mikilli hörku. Á samfé­lags­miðlum kemur fram að mótmæl­endur séu hand­teknir að geðþótta og lögregla noti högg­sprengjur og vatns­dælur. Rann­sak­endur á vegum Amnesty Internati­onal fundu tóm tára­g­as­hylki og gúmmí­kúlur notaðar af lögregl­unni þar sem mótmæli höfðu átt sér stað. Mótmæl­endur og blaða­menn hafa slasast, verið lagðir inn á spítala og að minnsta kosti tveir hafa látið lífið. Þúsundir einstak­linga eru í haldi. Þeir sem hafa verið látnir lausir tala um hrika­legar pynd­ingar og illa meðferð.

Skrifaðu undir og krefstu þess að tján­ingar- og fund­ar­frelsið sé virt og að þeir sem brjóti á mann­rétt­indum verði dregnir til ábyrgðar.

Lestu einnig