Fréttir
29. nóvember 2019Amnesty International kallar eftir því að alþjóðasamfélagið fordæmi beitingu banvæns ofbeldis af hálfu öryggissveita Írans sem hefur valdið dauða 143 mótmælanda frá því mótmæli hófust 15. nóvember síðastliðinn. Amnesty International telur dauðsföllin jafnvel enn fleiri og fylgist grannt með málum.
„Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandið ásamt nokkrum ríkjum hafa aðeins fordæmt harkaleg viðbrögð en ekki minnst á með skýrum hætti beitingu banvæns ofbeldis gegn mótmælendum þrátt fyrir sterk sönnunargögn. Varkár viðbrögð alþjóðasamfélagsins sem minnast ekki á morðin á mótmælendum eru með öllu ófullnægjandi. Það verður að fordæma þessi morð af fullum krafti og gefa rétta mynd af því sem er að gerast, að verið sé að beita óréttmætri hörku sem hefur valdið dauðsföllum.“
Philip Luther, framkvæmdastjóri rannsóknardeildar Miðausturlanda og Norður-Afríku hjá Amnesty International.
Vitnisburður vitna og ættingja fórnarlamba, upplýsingar frá mannréttindasinnum og blaðafólki utan Írans og myndbönd sem Amnesty International hefur rannsakað ítarlega sýna skýrt fram á að öryggissveitir hafa af ásettu ráði beitt skotvopnum gegn óvopnuðum mótmælendum sem engin ógn stafaði af.
Það er skýrt í alþjóðalögum að öryggissveitir mega aðeins beita banvænu ofbeldi þegar það er óumflýjanlegt til að hindra dauðsföll og alvarleg meiðsli. Jafnvel þó ofbeldi brjótist út á meðal lítils hóps mótmælenda skulu öryggissveitir ávallt beita hóflegu valdi á lögmætan hátt í samræmi við það ofbeldi sem þær standa frammi fyrir og aldrei meir en nauðsyn krefur.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu