SMS

11. september 2024

Íran: Baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum í hættu á að vera tekin af lífi

Baráttu­konan Sharifeh Mohammadi er í hættu á að vera tekin af lífi. Hún var hand­tekin í desember 2023 og  dæmd til dauða fyrir frið­sam­lega mann­rétt­inda­bar­áttu af dómstóli í Rasht í Íran í júní 2024. Hún studdi kven­rétt­indi ásamt því að styðja við afnám dauðarefs­ing­ar­innar og rétt­indi verka­fólks.  

Rétt­ar­höldin voru ósann­gjörn og ásak­anir hennar um pynd­ingar og aðra illa meðferð í haldi voru aldrei rann­sak­aðar.  

Írönsk yfir­völd hafa beitt dauðarefs­ing­unni sem kúgun­ar­tóli í kjölfar uppreisn­ar­innar fyrir rétt­indum kvenna í þeim tilgangi að bæla niður mótmæli og skapa ótta.   

SMS-félagar krefjast þess að Sharifeh Mohammadi verði umsvifa­laust leyst úr haldi án skil­yrða og að dauða­dóm­urinn verði felldur úr gildi þar sem hún er einungis í haldi fyrir frið­samleg mann­rétt­inda­störf. 

Lestu einnig