SMS

29. maí 2024

Íran: Rappari í hættu á að vera tekinn af lífi

Andófs­mað­urinn og rapp­arinn, Toomaj Salehi, á það á hættu á vera tekinn af lífi. Dómstóll í Esfahan í Íran dæmdi hann til dauða í apríl síðast­liðinn fyrir það eitt taka þátt í uppreisn­inni „Konur, Líf, Frelsiog birta færslur á samfé­lags­miðlum þar sem yfir­völd í Íran voru gagn­rýnd 

Rétt­ar­höldin voru óréttlát og yfir­völd vísuðu á bug kvört­unum hans um pynd­ingar, þar á meðal raflost, lífláts­hót­anir og endur­teknar barsmíðar sem leiddu til bein­brota og sjónskerð­ingu á öðru auganu. 

SMS-félagar krefjast þess að dauða­dómur yfir Toomaj Salehi verði felldur úr gildi og hann verði leystur úr haldi umsvifa­laust án skil­yrða.  

Skráðu þig í SMS-netið hér.

Lestu einnig