SMS

11. janúar 2023

Íran: Yfir 20 einstak­lingar eiga í hættu á að vera teknir af lífi

Yfir 20 einstak­lingar eiga á hættu að vera teknir af lífi í tengslum við mótmæli í Íran. Yfir­völd hafa nú þegar tekið mótmæl­endur af lífi eftir óréttlát sýnd­ar­rétt­ar­höld í þeim tilgangi að vekja ótta á meðal almenn­ings og enda mótmæli í landinu.

Írönsk stjórn­vald hafa reynt að hylma yfir mann­rétt­inda­brot og afmennska þolendur með því að gefa ekki upp nöfn allra þeirra einstak­linga sem eru dæmdir til dauða. Amnesty Internati­onal hefur komist yfir tíu nöfn einstak­linga sem taka á af lífi.  

ÞÚSUNDIR HAFA VERIÐ HAND­TEKIN OG ÁKÆRÐ Í TENGSLUM VIÐ MÓTMÆLI Í LANDINU. ÓTTAST ER AÐ FLEIRA FÓLK GÆTI VERIÐ DÆMT TIL DAUÐA Í TENGSLUM VIÐ MÓTMÆLIN.

Stjórn­völd í landinu hafa nú þegar dæmt fólk til dauða fyrir ásak­anir eins og skemmd­ar­verk, árásir eða íkveikjur. 

SMS-félagar krefjast þess að írönsk stjórn­völd leysi úr haldi þá mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með frið­sam­legum hætti og beiti ekki dauðarefs­ingu gegn þeim. 

Lestu einnig