SMS

6. október 2021

Íranskur kúrdi í hættu á aftöku

Fanginn Heidar Ghor­bani, íranskur kúrdi, á yfir höfði sér aftöku fyrir „vopnaða uppreisn gegn ríkinu” þrátt fyrir ósann­gjörn rétt­ar­höld og það að dómurinn yfir honum hafi stað­fest að hann hafi aldrei verið vopn­aður. Í ágúst 2021 hafnaði hæstiréttur Íran beiðni um endurupp­töku. Dómurinn er byggður á þving­aðri játn­ingu.

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Í sept­ember 2020 fór lögfræð­ingur Heidars fram á að eftir­litsvald dómstóla færi yfir málið vegna þess að það stenst hvorki írönsk lög né Sharia lög.

Heidar Ghor­bani hefur neitað því að vera meðlimur í kúrdískum stjórn­ar­and­stöðu­hópi (e. Kurdréish Democratic Party of Iran) og Amnesty Internati­onal hefur ekki fundið neinar sann­anir gegn því í máli hans.

Heidar var hand­tekinn í október 2016 þegar tíu útsend­arar leyni­þjón­unst­unnar réðust inn á heimili hans án heim­ildar. Í um þrjá mánuði fékk fjöl­skylda hans engar upplýs­ingar og vissi ekki hvort hann væri á lífi.

Hann fékk loks að hafa samband við fjöl­skyldu sína í janúar 2017 en stað­setn­ingu hans var haldið leyndri. Í apríl sama ár var hann fluttur í fang­elsi í Sanandaj. Síðar sagði Heidar frá því að hann hafði m.a. verið í einangrun í nokkra mánuði. Þar var hann ítrekað pynd­aður, beittur ofbeldi og sviptur svefni. Síðar birti írönsk sjón­varps­stöð í eigu ríkisins áróð­urs­mynd­band um hann.

Amnesty fordæmir dauðarefs­ingar og er alfarið á móti þeim í öllum tilfellum undir öllum kring­um­stæðum. Amnesty fer fram á að öll ríki heims, þar á meðal Íran, afnemi dauðarefs­ingar. 

Samkvæmt alþjóða­lögum verða mála­ferli að fylgja nákvæmum rétt­ar­reglum, sérstak­lega þegar mál varða dauðarefs­ingar. Allir einstak­lingar sem eiga í hættu á að hljóta dauðadóm verða að hafa aðgang að laga­legri aðstoð á öllum stigum mála­ferl­anna

Sms-félagar krefjast þess að aftaka Heidar Ghor­bani verði stöðvuð, að dauða­dómur yfir honum verði felldur úr gildi og að hann fái sann­gjörn rétt­ar­höld.

Lestu einnig