Fréttir

30. mars 2021

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar ályktun um Íran

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar því að síðast­liðinn þriðjudagþann 23. mars, hafi verið samþykkt ályktun í mann­rétt­inda­ráði Sameinuðu þjóð­anna um stöðu mann­rétt­inda í Íran, sem ríkja­hópur undir forystu Íslands lagði fram. Umrædd ályktun tryggir áfram­hald­andi umboð sérstaks skýrslu­gjafa til að fylgjast með og upplýsa mann­rétt­inda­ráðið reglu­lega  um stöðu mann­rétt­inda í Íran. 

Í byrjun árs 2020 stóð ungl­iða­hreyf­ingin fyrir tákn­rænni aðgerð sem fór fram á Lækj­ar­torgi þar sem teikn­aðar voru útlínur þeirra 304 einstak­linga sem létust í kjölfar grimmi­legra aðgerða íranskra stjórn­valda gegn frið­sam­legum mótmælum þar í landi í nóvember 2019. 

Í júní sama ár afhenti Snædís Lilja Kára­dóttir, fyrir hönd ungl­iða­hreyf­ingar Íslands­deildar Amnesty Internati­onal, Guðlaugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra undir­skriftir 2342 einstak­linga sem skrifuðu undir ákall Íslands­deild­ar­innar þar sem krafist var að íslensk stjórn­völd vektu athygli á stöðu mann­rétt­inda í Íran á alþjóða­vett­vangi. Ráðherra tók við ákallinu og tjáði Íslands­deildinni og ungl­iða­hreyf­ing­unni að Ísland hefði ákveðið að vera í ríkjahópi á vett­vangi mann­rétt­inda­ráðs Sameinuðu Þjóð­anna um ályktun vegna stöðu mann­rétt­inda í Íran. 

Afar ánægju­legt er að umræddur ríkja­hópur undir forystu Íslands hafi lagt fram ályktunina 

Fram­ganga Íslands í mann­rétt­inda­ráðinu er hvetj­andi og afar mikilvæg. Enn og aftur sýnir Ísland leið­toga­færni á ráðinu. Við hvetjum íslensk stjórn­völd að halda áfram að standa vörð um mann­rétt­indi á alþjóðavett­vangi. 

Lestu einnig