SMS

19. júní 2024

Ísrael: Leysa þarf palestínskan skurð­lækni frá Gaza úr haldi

Khaled Al Serr er palestínskur skurð­læknir sem var hand­tekinn þann 24. mars 2024 á Nasser-sjúkra­húsinu í suður­hluta Gaza af ísra­elska hernum. Honum hefur verið haldið í leyni­legu varð­haldi. Það telst þvingað manns­hvarf sem er brot á alþjóð­legum lögum. Í rúma tvo mánuði hafa ísra­elsk yfir­völd haldið stað­setn­ingu hans og afdrifum leyndum. Þær brota­kenndu upplýs­ingar sem fjöl­skylda hans hefur fengið koma frá samstarfs­fólki hans og föngum sem hafa verið leystir úr haldi. 

Þvingað manns­hvarf Khaled Al Serr er hluti af árásum Ísraels á heil­brigð­is­starfs­fólk og heil­brigðis­kerfið á Gaza. Í stríðs­átökum ber að virða og vernda störf heil­brigð­is­starfs­fólks. Það má aldrei með ráðnum hug gera það að skot­marki. Eftir því sem Amnesty Internati­onal kemst næst var Khaled Al Serr aðeins að sinna störfum sínum sem læknir. Hann valdi að halda áfram að sinna sjúk­lingum sínum þrátt fyrir að ísra­elski herinn hefði umkringt sjúkra­húsið þar sem hann starfaði. 

Samkvæmt Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni (WHO) hafa ísra­elsk yfir­völd hand­tekið 214 heil­brigð­is­starfs­menn við störf frá því í nóvember 2023.  

SMS-félagar krefjast þess að ísra­elsk yfir­völd leysi Khaled Al Serr lækni tafar­laust úr haldi. Fram að því verða þau að veita upplýs­ingar um hvar hann er og leyfa honum að hitta fjöl­skyldu sína, lögfræðing og lækni.  

Auk þess er krafist að annað heil­brigð­is­starfs­fólk frá Gaza sem einnig hefur sætt þvinguðu manns­hvarfi verði leyst úr haldi nema það fái sann­gjörn rétt­ar­höld og verði ákært fyrir glæpi sem eru skil­greindir í alþjóða­lögum. 

Lestu einnig