SMS

26. júní 2025

Ísrael: Stöðva þarf þvingaða brott­flutn­inga fjöl­skyldu í Austur-Jerúsalem

Saleh Diab og stór­fjöl­skylda hans, alls 23 einstak­lingar og þar af nokkur börn, eiga á hættu að sæta ólög­mætum flutn­ingum frá Austur-Jerúsalem. Fjöl­skyldan hefur staðið í laga­legri baráttu við land­töku­fólk í áratugi. 

Þetta eru þving­aðir brott­flutn­ingar sem eru leiddir af land­töku­hópnum Nachalat Shimon og eru hluti af víðtæku eign­ar­námi í Sheikh Jarrah-hverfinu í Austur-Jerúsalem. Hópurinn beitir fyrir sig lögum frá 1970 sem veita ísra­elskum gyðingum leyfi til að taka land sem þeir eru sagðir hafa átt í Austur-Jerúsalem fyrir árið 1948 en það sama gildir ekki fyrir Palestínubúa sem hafa misst land sitt. 

Frá því að Ísrael hernumdi og innlimaði Austur-Jerúsalem árið 1967 hefur það innleitt aðgerðir gagn­gert til að fækka Palestínu­búum í borg­inni og stækka ólögmæt land­töku­svæði, þar á meðal eign­arnám lands, ógilding dval­ar­leyfa og þving­aðir brott­flutn­ingar. Saleh Diab og fjöl­skylda hafa einnig verið áreitt og beitt ofbeldi af hálfu land­töku­fólks fyrir baráttu sína til verndar heimili sínu.  

Í maí á þessu ári veitti hæstiréttur Ísraels fjöl­skyld­unni leyfi til að áfrýja ákvörð­un­inni sem er síðasta úrræði þeirra gegn brott­flutn­ing­unum.  

SMS-félagar krefjast þess að ísra­elsk yfir­völd stöðvi þessa þvinguðu brott­flutn­inga fjöl­skyldu Saleh Diab og alla aðra þvingaða brott­flutn­inga Palestínubúa í Austur-Jerúsalem.

Verði af brott­flutn­ing­unum er það brot á alþjóða­lögum þar sem um er að ræða ólög­mæta flutn­inga sem tengjast víðtækum og kerf­is­bundnum árásum á óbreytta borgara.

Að auki er þess krafist að ísra­elsk yfir­völd veiti fjöl­skyld­unni vernd gegn áreitni og ofbeldi land­töku­fólks. 

Lestu einnig