SMS
26. júní 2025Saleh Diab og stórfjölskylda hans, alls 23 einstaklingar og þar af nokkur börn, eiga á hættu að sæta ólögmætum flutningum frá Austur-Jerúsalem. Fjölskyldan hefur staðið í lagalegri baráttu við landtökufólk í áratugi.
Þetta eru þvingaðir brottflutningar sem eru leiddir af landtökuhópnum Nachalat Shimon og eru hluti af víðtæku eignarnámi í Sheikh Jarrah-hverfinu í Austur-Jerúsalem. Hópurinn beitir fyrir sig lögum frá 1970 sem veita ísraelskum gyðingum leyfi til að taka land sem þeir eru sagðir hafa átt í Austur-Jerúsalem fyrir árið 1948 en það sama gildir ekki fyrir Palestínubúa sem hafa misst land sitt.
Frá því að Ísrael hernumdi og innlimaði Austur-Jerúsalem árið 1967 hefur það innleitt aðgerðir gagngert til að fækka Palestínubúum í borginni og stækka ólögmæt landtökusvæði, þar á meðal eignarnám lands, ógilding dvalarleyfa og þvingaðir brottflutningar. Saleh Diab og fjölskylda hafa einnig verið áreitt og beitt ofbeldi af hálfu landtökufólks fyrir baráttu sína til verndar heimili sínu.
Í maí á þessu ári veitti hæstiréttur Ísraels fjölskyldunni leyfi til að áfrýja ákvörðuninni sem er síðasta úrræði þeirra gegn brottflutningunum.
SMS-félagar krefjast þess að ísraelsk yfirvöld stöðvi þessa þvinguðu brottflutninga fjölskyldu Saleh Diab og alla aðra þvingaða brottflutninga Palestínubúa í Austur-Jerúsalem.
Verði af brottflutningunum er það brot á alþjóðalögum þar sem um er að ræða ólögmæta flutninga sem tengjast víðtækum og kerfisbundnum árásum á óbreytta borgara.
Að auki er þess krafist að ísraelsk yfirvöld veiti fjölskyldunni vernd gegn áreitni og ofbeldi landtökufólks.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu