Fréttir

23. nóvember 2022

Katar: Mann­rétt­indi virt að vettugi þar sem FIFA hótar leik­mönnum refs­ingu

Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bandið FIFA hefur hótað að refsa leikmönnum sem ætla sér að styðja hinsegin samfé­lagið með því að bera bönd um hand­legginn með skila­boð­unum „Ein ást“ (e. One Love). Steve Cockburn hjá Amnesty Internati­onal hefur þetta til málanna að leggja:  

„Hótanir um refs­ingar fyrir leik­menn sem bera skilaboð til stuðn­ings mann­rétt­indum og jafn­rétti er nýjasta dæmið um hvernig alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bandið FIFA  fram­fylgir ekki eigin gildum og skyldum. Íþróttir eiga sér ekki stað í tóma­rúmi og FIFA ætti að vera í farar­broddi í þessum málefnum en ekki að berjast gegn þeim. Samkomulag um böndin og bættari vernd fyrir hinsegin samfé­lagið hefði átti að nást fyrir löngu.“ 

„Við fögnum hugrekki liða og leik­manna sem hafa tjáð sig um mann­rétt­indi og vonum að þau haldi því áfram. Aðdá­endur, leik­menn og knatt­spyrnu­félög vilja tryggja að fótbolti geti haldið mann­rétt­indum á lofti og FIFA þarf að bregðast skjótt við til að verða við því. Það er ekki nóg að FIFA hvetji til skila­boða um jafn­rétti heldur þarf sambandið einnig að grípa til fyrir­byggj­andi aðgerða til að tryggja vernd hinsegin fólks.“   

Að lokum má ekki gleyma farand­verka­fólkinu sem gerði þetta mót að veru­leika. Tryggja þarf fullar bætur fyrir mann­rétt­inda­brotin sem það hefur sætt.  

Lestu einnig