Fréttir
23. nóvember 2022Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur hótað að refsa leikmönnum sem ætla sér að styðja hinsegin samfélagið með því að bera bönd um handlegginn með skilaboðunum „Ein ást“ (e. One Love). Steve Cockburn hjá Amnesty International hefur þetta til málanna að leggja:
„Hótanir um refsingar fyrir leikmenn sem bera skilaboð til stuðnings mannréttindum og jafnrétti er nýjasta dæmið um hvernig alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA framfylgir ekki eigin gildum og skyldum. Íþróttir eiga sér ekki stað í tómarúmi og FIFA ætti að vera í fararbroddi í þessum málefnum en ekki að berjast gegn þeim. Samkomulag um böndin og bættari vernd fyrir hinsegin samfélagið hefði átti að nást fyrir löngu.“
„Við fögnum hugrekki liða og leikmanna sem hafa tjáð sig um mannréttindi og vonum að þau haldi því áfram. Aðdáendur, leikmenn og knattspyrnufélög vilja tryggja að fótbolti geti haldið mannréttindum á lofti og FIFA þarf að bregðast skjótt við til að verða við því. Það er ekki nóg að FIFA hvetji til skilaboða um jafnrétti heldur þarf sambandið einnig að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að tryggja vernd hinsegin fólks.“
Að lokum má ekki gleyma farandverkafólkinu sem gerði þetta mót að veruleika. Tryggja þarf fullar bætur fyrir mannréttindabrotin sem það hefur sætt.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu