SMS
29. janúar 2025Vopnuð átök í Catatumbo-héraðinu í Norðaustur-Kólumbíu milli tveggja vopnaðra hópa hófust 16. janúar síðastliðinn. Átökin eru á milli uppreisnarhreyfingarinnar ELN og andhófshópsins EMBF sem var stofnaður þegar skæruliðahreyfingin FARC leystist upp.
Talið er að tugir óbreyttra borgara hafi verið drepnir, þúsundir einstaklinga hafi sætt nauðungarflutningum og aukin hætta sé á frekari mannfalli, að fólk verði þvingað með vopnavaldi til halda sig á heimilum sínum og sæti þvinguðu mannshvarfi (leynilegu varðhaldi yfirvalda).
Amnesty International hefur lengi fylgst með stöðu mála í Kólumbíu og greint frá ofbeldi gegn mannréttindafrömuðum og borgaralegum samtökum, þar á meðal á Catatumbo-héraði. Á svæðinu ríkir mikil fátækt, skortur er á efnahagslegum stuðningi og aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fæðu, menntun, vatni og húsnæði er takmarkað. Vopnuð átök hafa verið tíð á svæðinu.
Frá 2023, í kjölfar þess að kólumbísk stjórnvöld hættu að þvinga ræktendur til að leggja niður ræktun kókalaufs, var þó minna um hernaðarumsvif kólumbískra stjórnvalda og vopnaðra hópa á svæðinu. Nú hefur staðan hins vegar versnað á ný.
SMS-félagar Amnesty International krefjast þess að stjórnvöld í Kólumbíu geri allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda óbreytta borgara í Catatumbo-héraðinu, þar á meðal mannréttindafrömuði, samfélagsleiðtoga og samfélög þeirra.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu