SMS

29. janúar 2025

Kólumbía: Vernda þarf óbreytta borgara í Catatumbo-héraði

Vopnuð átök í Catatumbo-héraðinu í Norð­austur-Kólumbíu milli tveggja vopn­aðra hópa hófust 16. janúar síðast­liðinn. Átökin eru á milli uppreisn­ar­hreyf­ing­ar­innar ELN og andhófs­hópsins EMBF sem var stofn­aður þegar skæru­liða­hreyf­ingin FARC leystist upp.

Talið er að tugir óbreyttra borgara hafi verið drepnir, þúsundir einstak­linga hafi sætt nauð­ung­ar­flutn­ingum og aukin hætta sé á frekari mann­falli, að fólk verði þvingað með vopna­valdi til halda sig á heim­ilum sínum og sæti þvinguðu manns­hvarfi (leyni­legu varð­haldi yfir­valda).

Amnesty Internati­onal hefur lengi fylgst með stöðu mála í Kólumbíu og greint frá ofbeldi gegn mann­rétt­inda­fröm­uðum og borg­ara­legum samtökum, þar á meðal á Catatumbo-héraði. Á svæðinu ríkir mikil fátækt, skortur er á efna­hags­legum stuðn­ingi og aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu, fæðu, menntun, vatni og húsnæði er takmarkað. Vopnuð átök hafa verið tíð á svæðinu.

Frá 2023, í kjölfar þess að kólumbísk stjórn­völd hættu að þvinga rækt­endur til að leggja niður ræktun kóka­laufs, var þó minna um hern­að­ar­um­svif kólumb­ískra stjórn­valda og vopn­aðra hópa á svæðinu. Nú hefur staðan hins vegar versnað á ný. 

SMS-félagar Amnesty Internati­onal krefjast þess að stjórn­völd í Kólumbíu geri allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda óbreytta borgara í Catatumbo-héraðinu, þar á meðal mann­rétt­inda­frömuði, samfé­lags­leið­toga og samfélög þeirra.  

Lestu einnig