Fréttir

17. apríl 2020

Kórónu­veira: Tilmæli Amnesty Internati­onal til stjórn­valda

Þann 11. mars 2020 lýsti Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin því yfir að kórónu­veirufar­ald­urinn væri orðinn að heims­far­aldri og skoraði á ríki heims að grípa til brýnna aðgerða til að bregðast við honum. Flest ríki Evrópu hafa gripið til harðra aðgerða í tilraun sinni til að stöðva útbreiðslu kórónu­veirufar­ald­ursins og takast á við aukið álag á heil­brigðis­kerfið.

Amnesty Internati­onal hefur nú gefið út tilmæli sem geta þjónað sem leið­bein­ingar í ráðstöf­unum stjórn­valda í baráttu sinni við þennan heims­far­aldur.

Mynd: NurP­hoto via Getty Images

Ríkjum ber skylda til að vernda rétt allra til heil­brigðis

Mann­rétt­indi verða að vera þunga­miðjan, allt frá upphafi, í öllum aðgerðum stjórn­valda sem miða að forvörnum, viðbúnaði, afmörk­unum og meðferð­ar­úr­ræðum, til að vernda heilsu almenn­ings sem best og styðja við viðkvæma hópa og einstak­linga sem eru í mestri áhættu.

Allir eiga í hættu á að smitast af kóróna­veirunni en sumir hópar eru útsettari en aðrir fyrir smiti. Einstaka forvarn­ar­ráð­staf­anir ríkja geta leitt til óbeinnar mismun­unar gagn­vart ákveðnum hópum og einstak­lingum sem ekki geta fylgt tilmæl­unum eftir vegna efna­hags- eða félags­legra ástæðna.

Enn fremur geta takmark­anir á ferða­frelsi sett börn í sérstakan áhættuhóp og enn fremur haft kynbundin áhrif þar sem konur sem búa við heim­il­isof­beldi neyðast oft til að einangra sig heima við með geranda sínum.

Lögreglu­að­gerðir sem eiga að tryggja að takmörk­unum sem ríki setja sé fylgt eftir, eru líklegar til að bitna óhóf­lega á minni­hluta­hópum og þjóð­ar­brotum í Evrópu, sem þegar þurfa að þola að vera krafin um skil­ríki án ástæðu og ólög­mæta vald­beit­ingu.

Amnesty Internati­onal tekur ekki afstöðu til hvers konar úrræða stjórn­völd ættu að grípa til á meðan kórónu­veirufar­ald­urinn gengur yfir, en þau ættu að tryggja að allar ráðstaf­anir séu í samræmi við viður­kennda og rótgróna vernd mann­rétt­inda.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal leggur áherslu á að ríkis­stjórn Íslands og sveit­ar­félög landsins taki höndum saman til að tryggja vernd viðkvæm­ustu hópa samfé­lagsins á tímum kórónu­veirufar­ald­ursins.

Tilmæli Amnesty Internati­onal, Europe at cross­roads, DOs and DON’Ts for autho­rities when responding to the COVID-19 pand­emic, geta þjónað sem leið­bein­ingar í ráðstöf­unum stjórn­valda í baráttu sinni við þennan heims­far­aldur.

Lestu einnig