SMS

3. júní 2022

Krefj­umst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeit­ingu farand­verka­fólks

Fyrir tilstuðlan farand­verka­fólks getur draumur Katar um að halda heims­meist­ara­mótið í fótbolta orðið að veru­leika. Enn er komið illa fram við farand­verka­fólk í Katar þrátt fyrir að tíu ár séu liðin frá því að ákveðið var að mótið yrði haldið þar.  

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Spár gera ráð fyrir miklum tekjum til FIFA vegna heims­meist­ara­mótsins í Katar en farand­verka­fólki er enn þrælað út til að mótið geti átt sér stað. Nýlegar umbætur á vinnu­reglum í Katar hafa ekki verið innleiddar að fullu og enn er komið illa fram við farand­verka­fólkið með bágum kjörum og lélegum vinnu­að­stæðum. Vinnu­veit­endur hafa alltof mikil völd yfir farand­verka­fólkinu þar sem þeir geta farið fram á langa vinnu­daga og komið í veg fyrir að það geti skipt um vinnu. 

Farand­verka­fólki er gert erfitt fyrir að gæta réttar síns eða fá skaða­bætur og því  er bannað að ganga í stétt­ar­félög til að reyna bæta kjör sín. Þegar FIFA tók ákvörðun um að halda HM í Katar vissi það af aðstæðum farand­verka­fólks í landinu. 

FIFA ber skylda til að bregðast við og nota áhrif sín til að hvetja Katar til að vernda farand­verka­fólk. Þrátt fyrir að einhver árangur hefur náðst er enn langt í land. 

Sms-félagar krefjast þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeit­ingu farands­verka­fólks!  

Lestu einnig