Tilkynning

22. október 2020

Litum fyrir mann­rétt­indi

Íslands­deild Amnesty Internati­onal, í samstarfi við hóp íslensks lista­fólks, hefur gefið út lita­bókina LITUM FYRIR MANN­RÉTT­INDI.

Í lita­bók­inni má finna myndir af 18 einstak­lingum sem berjast nú eða hafa barist fyrir mann­rétt­indum okkar allra. Fimm mynd­anna eru af íslensku baráttu­fólki en 11 utan úr heimi. Baráttu­málin og þjóð­erni einstak­linga eru fjöl­breytt og nú færð þú tæki­færi til að lita og læra um allt það flotta fólk sem hefur tileinkað líf sitt mann­rétt­inda­bar­átt­unni.

Í bókinni er einnig að finna fræðslu­efni sem nýtist bæði foreldrum/forráða­fólki og kenn­urum sem vilja læra um mann­rétt­indi með ungu kynslóð­inni.

Bókin er tilvalin gjöf í barna­af­mælið, í jólapakkann eða til að gleðja börnin á venju­legum degi. Allur ágóði vöru­sölu rennur óskiptur til mann­rétt­ind­a­starfs Íslands­deildar Amnesty Internati­onal.

Kauptu bókina hér

 

 

Lestu einnig