Tilkynning

30. mars 2022

Má bjóða þér mann­rétt­indi?

Í dag fer af stað herferð á samfé­lags­miðlum til að vekja athygli á teikni­myndum Amnesty, Má bjóða þér mann­rétt­indi? Fram­leidd voru sex mynd­bönd sem fjalla um sögur einstak­linga sem hafa orðið fyrir mann­rétt­inda­brotum.

Teikni­mynd­irnar eru hluti af kennslu­efni Íslands­deildar Amnesty Internati­onal Má bjóða þér mann­rétt­indi? og saman­standa af myndskreyttri sögu, sex teikni­myndum um mann­rétt­indi og verk­efnum fyrir grunn- og fram­halds­skóla.

Mynd­böndin fjalla um eftir­far­andi:

Hvað eru mann­rétt­indi og hvaðan kemur hugtakið? Stiklað er á stóru í þessari teikni­mynd um mann­rétt­indi.

Teikni­mynd um mann­rétt­inda­brot sem Sahra frá Sómalíu sætti sem barn. Kyn- og frjó­sem­is­rétt­indi og rétt­indi barna.

Teikni­mynd um mann­rétt­inda­brot sem Magnea frá Íslandi sætti sem barn og ung kona. Kyn- og frjó­sem­is­rétt­indi og rétt­indi barna.

Teikni­mynd um mann­rétt­inda­brot sem Hrafn­kell frá Íslandi sætti sem unglingur. Vinnu­rétt­indi og rétt­indi barna.

Teikni­mynd um mann­rétt­inda­brot er segir frá Emmu sem upplifði miklar takmark­anir og jafnvel brot á rétt­indum sínum sem barn. Rétt­indi barna.

Teikni­mynd um mann­rétt­inda­brot sem Farhad frá Íran sætti sem ungur maður. Trúfrelsi, tján­ing­ar­frelsi og rétt­indi flótta­fólks.

 

Elísabet Rún var á dögunum tilnefnd til verð­launa FÍT fyrir mynd­böndin.

 

Teikn­ingar: Elísabet Rún

Hreyfi­hönn­uðir: Guðrún Jóns­dóttir og Sigrún Hreins

Hljóð­vinnsla: Eiríkur Sigurðsson

Handrit og leik­stjórn: Thelma Marín Jóns­dóttir og Vala Ósk Fríðu­dóttir

HORFA Á MYND­BÖND

 

Lestu einnig