Fréttir

10. október 2019

Malasía: Beiting dauðarefs­ing­ar­innar er grimmi­legt órétt­læti

Á alþjóða­degi gegn dauðarefs­ing­unni, 10. október, gefur Amnesty Internati­onal út skýrslu um dauðarefs­inguna í Malasíu:  Fatally flawed: Why Malaysia must abolish the death penalty

Í skýrsl­unni kemur fram að pynd­ingum og annarri illri meðferð er beitt í Malasíu til að ná fram játn­ingu, aðgengi að lögfræð­ingi er ábóta­vant, ferlið fyrir náðun er torskilið og brotið er á rétt­inum til sann­gjarnra rétt­ar­halda.

 

 

 

Brotið á rétt­indum einstak­linga í haldi

Algengt er að einstak­lingar séu barðir til að ná fram játn­ingu. Í rann­sókn  sem unnin var af vinnuhóp Sameinuðu þjóð­anna árið 2011 kom í ljós að næstum allir fangar höfðu verið beittir pynd­ingum og annarri illri meðferð við yfir­heyrslur.

Dæmi eru um að einstak­lingar hafi verið beðnir um að skrifa undir skjöl á malasísku án kunn­áttu í tungu­málinu. Hoo Yew Wah, malasískur ríkis­borgari af kínverskum uppruna, var hand­tekinn tvítugur með amfetamín í fórum sínum. Hann var dæmdur sekur fyrir athæfið en sakfell­inging byggði á skýrslu sem tekin hafði verið á móður­máli hans en lögreglan hafði skráð á malasísku. Hann segir að skjalið sem hann hafi skrifað undir hafi ekki verið rétt og hann hafi verið þving­aður til að skrifa undir það án þess að hafa aðgang að lögfræð­ingi. Hoo Yew Wah hefur verið á dauða­deild frá árinu 2011.

Fjöldi erlendra ríkis­borgara á dauða­deild

Í Malasíu eru 930 einstak­lingar eða 73% allra fanga á dauða­deild dæmdir vegna brota sem tengjast vímu­efnum en það er brot á alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum. Af þeim 1281 fanga á dauða­deild í Malasíu í febrúar 2019 voru 558 erlendir ríkis­borg­arar (44%) og eiga þeir í erfið­leikum að sækja sér lögfræði­legrar aðstoðar og fá túlk. Að auki eru einstak­lingar í viðkvæmri stöðu og úr minni­hluta­hópum stór hluti þeirra sem eru á dauða­deild.

Níu af hverjum tíu konum sem eru á dauða­deild eru erlendir ríkis­borg­arar. Í mörgum tilfellum sögðu konurnar að þær hefðu neyðst til að smygla vímu­efnum vegna fjár­hags­stöðu sinnar eða voru þving­aðar til þess. Þar sem dauðarefsing er lögboðin fyrir vímu­efna­brot er ekki hægt að taka tillit til slíkra aðstæðna. Skortur er á skýru ferli um hvernig hægt sé að sækja um náðun og bitnar það helst á erlendum ríkis­borg­urum þar sem helm­ingur þeirra hefur ekki sótt um náðun.

Ný löggjöf þarf að ganga lengra

Fyrir ári tilkynnti ný stjórn í Malasíu að afnema ætti dauðarefs­inguna fyrir alla glæpi og var sett aftökuhlé í júlí árið 2018. Í Malasíu eru 33 tegundir glæpa gerðir refsi­verðir með dauðarefs­ingu og þar af eru 13 þeirra lögbundnir.

Í nýrri löggjöf sem er búist við að stjórn­völd leggi fram á næst­unni er aðeins lagt til að afnumin verði lögbundin dauðarefsing fyrir 11 tegundir glæpa, þar á meðal vímu­efna­brot.

Amnesty Internati­onal kallar eftir áfram­hald­andi aftöku­hléi og að ný löggjöf afnemi alla lögbundna dauðarefs­ingu í Malasíu.

Alþjóðleg þróun í átt að afnámi dauðarefs­ing­ar­innar

Fyrr á þessu ári kom út árleg skýrsla Amnesty Internati­onal um dauðarefs­inguna fyrir árið 2018.  Þar kom fram að þróunin á alþjóða­vísu er í átt að afnámi dauðarefs­ing­ar­innar þó að aukning hafi verið á aftökum í Hvíta-Rússlandi, Japan, Singapúr, Suður-Súdan og Banda­ríkj­unum árið 2018.  Aftökum í Íran fækkaði um helming í kjölfar breyt­inga á löggjöf um vímu­efni. Einnig var fækkun á aftökum í Írak, Pakistan og Sómalíu sem leiddi til þess að fjöldi aftaka á heimsvísu fækkaði úr 993 í 690 árið 2018 miðað við árið áður.

„Þrátt fyrir skref aftur á bak í sumum tilfellum er veruleg fækkun á aftökum hjá þeim sem hafa staðið sig hvað verst. Það gefur von um að það sé aðeins tímaspursmál hvenær þessi grimma refsing verði úr sögunni.“

Kumi Naidoo aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Frétt um skýrslu um dauðarefs­inguna árið 2018.

Lestu einnig