SMS

16. desember 2021

Mexíkó

Þann 3. ágúst 2021 lést José Eduardo Ravelo af innvortis blæðingum. Hann hafði sagt móður sinni að lögregla hafði pyndað sig í varð­haldi dagana áður í Mérida, í Yucatán héraði í Mexíkó. Skrif­stofa saksóknara lýsti því yfir, áður en að rann­sókn hófst hvorki pynd­ingar né önnurill meðferð hefði átt sér stað. 

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

 

Nokkrum dögum eftir að móðir José sagði sögu hans í fjöl­miðlum kom tilkynning frá yfir­völdum um að ungur maður hefði verið hnepptur í varð­hald vegna óspekta á almanna­færi þar sem hann var undir áhrifum vímu­efna. 

Í ágúst lét dómari kærur niður falla gegn fjórum lögreglu­þjónum sem höfðu upphaf­lega verið ákærðir fyrir morð, nauðgun og pynd­ingar á José Eduardo, og sagði að ekki væru nægar sann­anir til að sækja málið. 

Málið fór frá saksóknara Yucatan héraðsins yfir til deildar sem sérhæfir sig í pynd­ingum á skrif­stofu ríkis­sak­sóknara. Samkvæmt upplýs­ingum sem Amnesty Internati­onal býr yfir hafa saksókn­arar sem nú fara með málið neitað að fara eftir handbók Sameinuðu Þjóð­anna um árang­urs­ríka rann­sókn og skrán­ingu á pynd­ingum og annarri grimmi­legri, ómann­legri og vanvirð­andi meðferð eða refs­ingu (e. Inst­anbul Protocol).

Í dag er enn óvíst hverjar orsak­irnar eru fyrir og hver ber ábyrgð á andláti José.  

 

Amnesty Internati­onal hefur lengi skráð mann­rétt­inda­brot sem fram­kvæmdar eru við hand­tökur og í varð­haldi af vald­höfum í Mexíkó. Árið 2017 gaf Amnesty út skýrsluna False suspicions: Arbitrary detentions by police in Mexico. Ítrekað hefur verið lýst yfir áhyggjum vegna ofbeldis og misbeit­ingu valds hjá lögreglu í Mexíkó. 

SMS-félagar krefjast þess að saksóknari fram­kvæmi ítar­lega og sjálf­stæða rann­sókn á öllum þeim glæpum sem fram­kvæmdir voru gegn José Eduardo og tryggi rétt­læti fyrir móður hans. 

Lestu einnig