SMS

19. mars 2020

Níger: Blaða­maður í haldi fyrir færslu á samfé­lags­miðlum

Blaða­mann­inum Mamane Kaka Touda er haldið í fang­elsi í Niamey í Níger fyrir að birta færslu á samfé­lags­miðlum varð­andi grun um COVID-19 smit á gjör­gæslu­deild spít­alans í borg­inni.

Uppfært: Laus úr haldi. Lestu nánar

Hann var hand­tekinn heima hjá sér þann 5. mars síðast­liðinn og ákærður fyrir að dreifa upplýs­ingum til að valda usla í samfé­laginu.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

 

Mamane Kaka Touda er mann­rétt­indasinni og meðlimur í frjálsu félaga­sam­tök­unum „Alternative Espacas Citoyens“.

Í yfir­lýs­ingu sem spít­alinn sendi frá sér sama dag kom fram að engin smit hefðu greinst. Tals­maður frá heil­brigð­is­ráðu­neytinu stað­festi í fram­haldi að málið sem Mamane Kaka Touda vísaði í varðaði ítalskan ríkis­borgara sem hefði verið lagður þar inn en sýni úr viðkom­andi reyndist neikvætt.

 

Enn hefur ekkert smit greinst í Níger.

SMS-félagar krefjast þess að Mamane Kaka Touda verði leystur úr haldi umsvifa­laust og ákæra á hendur honum verði felld niður. Einnig er farið fram á að hann hafi fullan aðgang að lögfræð­ingi sínum og fjöl­skyldu og stjórn­völd virði tján­ing­ar­frelsi.

Lestu einnig