SMS
19. mars 2020Blaðamanninum Mamane Kaka Touda er haldið í fangelsi í Niamey í Níger fyrir að birta færslu á samfélagsmiðlum varðandi grun um COVID-19 smit á gjörgæsludeild spítalans í borginni.
Uppfært: Laus úr haldi. Lestu nánar
Hann var handtekinn heima hjá sér þann 5. mars síðastliðinn og ákærður fyrir að dreifa upplýsingum til að valda usla í samfélaginu.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.
Mamane Kaka Touda er mannréttindasinni og meðlimur í frjálsu félagasamtökunum „Alternative Espacas Citoyens“.
Í yfirlýsingu sem spítalinn sendi frá sér sama dag kom fram að engin smit hefðu greinst. Talsmaður frá heilbrigðisráðuneytinu staðfesti í framhaldi að málið sem Mamane Kaka Touda vísaði í varðaði ítalskan ríkisborgara sem hefði verið lagður þar inn en sýni úr viðkomandi reyndist neikvætt.
Enn hefur ekkert smit greinst í Níger.
SMS-félagar krefjast þess að Mamane Kaka Touda verði leystur úr haldi umsvifalaust og ákæra á hendur honum verði felld niður. Einnig er farið fram á að hann hafi fullan aðgang að lögfræðingi sínum og fjölskyldu og stjórnvöld virði tjáningarfrelsi.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu